Són - 01.01.2005, Side 73

Són - 01.01.2005, Side 73
LJÓÐSTAFURINN S Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 73 grennslan kom í ljós að stafasambandið sm virðist koma afar sjaldan fyrir í fornum kveðskap, svo sjaldan raunar að það vekur spurningu um hvort sambandið sm hafi yfirleitt verið í flokki með sl og sn eða verið sérstakur ljóðstafur eins og sk, sp og st. Þegar hér finnst allt í einu stafasambandið sm í s-stuðluninni styður það að mínu mati þá hug- mynd að hér hafi Eggert verið vísvitandi að fyrna brag sinn en ekki verið í alveg nægilega góðum tengslum við fyrirmyndirnar. Ekki verður heldur gengið fram hjá þeirri hugmynd að ef til vill hafi ekki verið um fyrningu að ræða heldur hafi Eggert einfaldlega ekki heyrt þessa misfellu sem skáld og hagyrðingar með næmara brageyra sniðgengu á þessum tíma og höfðu gert lengi. Hann lítur þá einungis á klasana sk, sp og st sem sérstaka ljóðstafi og reiknar með að önnur s- pör stuðli saman án undantekninga. Benda má á að tæpum tveimur áratugum eftir lát Eggerts kom út fyrsta fræðirit sem skrifað hafði verið um íslenska bragfræði allt frá dögum Snorra. Það er rit Jóns Ólafsson- ar Svefneyings, bróður Eggerts, sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar.27 Ritið nefnist Om Nordens gamle Digtekunst, dens Grundreglar, Vers- arter, Sprog og Foredragsmaade og kom út árið 1786. Þar heldur Jón því fram að hinir tvöföldu ljóðstafir séu til skrauts en ekki skyldubundnir (sjá hér að framan) nema þegar um sé að ræða sk, sp og st. Það er í fullu samræmi við þessa niðurstöðu Jóns að Eggert bróðir hans stuðlar sl, sm og sn við s + sérhljóð. Jón var kominn undir fertugt þegar Eggert dó og er líklegt að þeir bræður hafi stundum rætt álitamál í bragfræði. Þá er rétt að benda á að Eggert virðist ekki hafa verið alveg sam- kvæmur sjálfum sér hvað s-stuðlunina varðaði. Í kvæðinu sem nú verður skoðað er hátturinn þannig að tveir fyrstu bragliðirnir í 1., 3. og 5. braglínu eru einliðir og stuðlarnir ávallt tveir í einhverjum af þremur fyrstu bragliðunum.28 Dæmi (bragliðir aðgreindir með strikum): Sú | mér | sjón í | tálum | eigi (Eggert Ólafsson: Fridriks vardi 11) 14. vísa hefst þannig: Sjást | snart | sem hjá | ljósi | skuggi (Eggert Ólafsson: Fridriks vardi 141) 27 Sjá Páll Eggert Ólason 1948 A E:324–325 og 1950 J N:239–240. 28 Hér mætti til samanburðar benda á „Raunakvæði“ Stefáns Ólafssonar (1948:2): Eg | veit eina | bauga- | -línu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.