Són - 01.01.2005, Page 74
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON74
Ef sn stuðlar við sj og s+sérhljóð eins og Eggert vill vera láta í fyrr-
greindum dæmum er hér augsýnilega um ofstuðlun að ræða (sjá
undirstrikun, ljóðstafirnir eru feitletraðir).
5. braglína er ávallt með tvo stuðla án tengsla við næstu línu.
Dæmi:
hann | fer | hvörs um | muna | rann
(Eggert Ólafsson: Fridriks vardi 15)
það | skin, | skín af | fegurð | hans
(Eggert Ólafsson: Fridriks vardi 95)
Í tíundu vísu er 5. braglína þannig:
sízt | sljóf | sama | gjörir | jafnt.
(Eggert Ólafsson: Fridriks vardi 105)
Kvæðið er alls 40 vísur sem allar hafa fimmtu braglínu eins með
þessa tvo stuðla í tveimur af þremur fyrstu áhersluatkvæðunum. Ef
sl stuðlar við s + sérhljóð er um ofstuðlun að ræða í 5. braglínu 10.
vísu.
Ekki fundust dæmi um s-stuðlun hjá þeim Jóni Þorlákssyni,
Sigurði Breiðfjörð og Jónasi Hallgrímssyni. Þegar kemur að Stein-
grími Thorsteinssyni er annað uppi á teningnum. Þar koma fyrir sex
dæmi um s-stuðlun — svipað hlutfall og sést hjá skáldum fyrir 1400,
þ.e. áður en sú breyting varð, hver svo sem hún var, sem olli því að
s-stuðlun var hætt. Það virðist augljóst að Steingrímur hafi, líkt og
Eggert Ólafsson, vísvitandi tekið þessa stuðlun upp þvert á það sem
tíðkaðist á þeim tíma, hugsanlega eftir lestur bókar Jóns Ólafssonar
Svefneyings. Dæmi um þessa stuðlun hjá Steingrími eru meðal
annars þessi:
Ó, sæti ég í sal, er laufin rökkva,
og snerta mætti fríðrar klæðahjúp.
(Steingr. Thorsteinsson: Skógarsjónin 121–2)
Mig dreymdi að í sólskini sæti ég þá
hjá smámey við kotbæinn græna.
(Steingr. Thorsteinsson: Draumur hjarðsv. 13–4)