Són - 01.01.2005, Síða 77

Són - 01.01.2005, Síða 77
LJÓÐSTAFURINN S Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 77 Þess má geta að þegar skoðuð var tafla yfir ofstuðlun og auka- ljóðstafi (sjá um framkvæmd rannsóknarinnar hér að framan) kom í ljós að Matthías var vandvirkari en mörg önnur skáld hvað það varðaði. Hjá honum fannst aðeins eitt dæmi um ofstuðlun og eitt dæmi um aukaljóðstafi fyrir utan þessi braglínupör sem nú var tekið dæmi af. Það þykir mér benda eindregið til þess að hann hafi alla jafna ekki litið á s + sérhljóð, sv, sj, sl, sm og sn sem einn jafngildisflokk en látið það eftir sér að nota þessa klasa saman í stuðlun þegar formið var honum erfitt og tekið það upp eftir öðrum skáldum, til dæmis Steingrími Thorsteinssyni. S-stuðlun finnst hvorki hjá Kristjáni Jónssyni Fjallaskáldi né Davíð Stefánssyni. Þegar kemur að Steini Steinarr eru dæmin hins vegar þrjú. Þau eru þannig: Sjáðu til, þar sitja margir og smátt mun eftir handa þér. (Steinn Steinarr: Vöggugjöf. 43–4) Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. (Steinn Steinarr: Í áfanga 31–2) Og sízt vér munum syrgja hve smátt að launum galzt. (Steinn Steinarr: Til minningar um misheppnaðan tónsnilling 61–2) Það vekur athygli þegar þessi dæmi eru skoðuð að öll dæmin þrjú hafa klasann sm í einhverju sætinu. Hér að framan hefur verið rætt um sérstöðu sm í s-stuðluninni og ástæðulaust að bæta við það öðru en því að hafi þeir Eggert Ólafsson og Steingrímur Thorsteinsson verið á skjön við forna hefð þegar þeir brugðu fyrir sig s-stuðlun þá er Steinn það enn frekar. Skáld sem uppi voru fyrir 1400 notuðu í s-stuðlun nánast eingöngu s + sérhljóð, sv og sj með sl og sn en Steinn notar þar eingöngu sm. Einnig er forvitnilegt að skoða nokkur dæmi sem fyrir komu í kvæðum Steins þar sem umræddir klasar koma fyrir í fram- stöðu án þess að vera ljóðstafir og skoðast því sem aukaljóðstafir ef reglur um s-stuðlun eru í gildi. Dæmin eru þessi: Nú spyr ég þig, öreiga-æska sem auðvaldið smáir og sveltir. (Steinn Steinarr: Öreigaæska 61–2)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.