Són - 01.01.2005, Page 92

Són - 01.01.2005, Page 92
92 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Let us go, through certain half-deserted streets, The muttering retreats Of restless nights in one-night cheap hotels And sawdust restaurants with oyster-shells … þar sem endurtekin r-, s-, t-hljóð en einkum st- og ts-hljóðasambönd eru áberandi (streets, retreats, restless, sawdust, restaurants, oyster- shells), meira en svo að hending ráði.8 Mér hefur orðið tíðrætt um samræmið í ljóði Stefáns, en það var eins og áður segir einkennandi fyrir allan skáldskap á Vesturlöndum frá upphafi hans hjá Grikkjum hinum fornu, en tók þó á sig mis- munandi myndir. Við ljóðbyltinguna sem hófst á seinnihluta 19. aldar í Frakklandi gerðist það hinsvegar, meðal annars, að skáldin urðu afhuga samræmi af þessu tagi. Hvað olli þeim sinnaskiptum? Allt breytist … Við vitum að bókmenntir breytast frá einum tíma til annars. Til dæmis eru löng epísk kvæði á borð við Hómerskviður ekki ort lengur, dróttkvæði og rímur heyra sögunni til, en hvað veldur breyting- unum? Eru þar innri orsakir að verki eða ber að leita þeirra utan bók- menntanna? Flestir aðhyllast líklega þá skoðun að orsakanna sé að leita í breyttum heimi en þó er það ekki einhlítt svar, enda er þá óskýrt hvernig breyttur heimur leiðir til breyttra ljóða. Rússnesku formalistarnir (Roman Jakobson, Viktor Shklovskí, Boris Eikhenbaum o.fl.) á öðrum áratug síðustu aldar beindu athygli sinni að því sem þeir kölluðu bókmenntaleika, því sem greindi bók- menntir frá nytjatextum, með öðrum orðum að tungumálinu og ýmsum þeim listbrögðum sem skáldin beittu til að ná áhrifum, svo sem því að framandgera texta á margvíslegan máta. Slík bókmennta- leg stílbrögð fölna við notkun og sífellt þarf að finna ný. Bókmenntir eru samkvæmt þessari skoðun með innbyggðu hreyfiafli, þær breytast af sjálfu sér vegna þess að nýjungar úreldast óðar en varir. Í þessu er tvímælalaust fólginn sannleikskjarni, þannig má skýra ýmsar minni- háttar breytingar, en í rauninni er þetta ekki annað en skýring á því 8 Því má bæta við þennan samanburð á ljóðum hinna misgömlu jafnaldra að Eliot lauk við „Prufrock“ í París og München 1911 og Stefán orti „Vorsól“ að líkindum í Reykjavík skömmu síðar. Um það kvæði segir Halldór Laxness (1962:106): „… mun vera ort í Unuhúsi vorið 1912 eftir sjúkdómsvetur og þreingínga“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.