Són - 01.01.2005, Page 93
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 93
hversvegna tískan er sífellt að breytast. Og dugir með engu móti til að
gera grein fyrir grundvallarbreytingum á borð við ljóðbyltinguna í
Frakklandi á 19. öld.
Algengt er að rekja breytingar sem verða í bókmenntum til áhrifa
sem skáld sækja sér til annarra skálda. Í formála bókar sinnar
Ljóðastund á Signubökkum segir Jón Óskar:
Sú bylting, sem hófst í franskri ljóðlist á síðari hluta nítjándu
aldar, gerðist að nokkru leyti fyrir áhrif frá rómantísku stefn-
unni í Þýskalandi, að nokkru leyti fyrir áhrif frá enskum og
amerískum bókmenntum.9
Það er áreiðanlega rétt að stefnan sem breytingarnar tóku í Frakk-
landi réðst sumpart af utanaðkomandi áhrifum. Til dæmis stuðluðu
kynni skáldsins Jules Laforgue af fríljóðum Whitmans og þýðingar
hans á þeim tvímælalaust að því að fríljóð unnu sér á skömmum tíma
sess í franskri ljóðlist, en við það kom los á franska ljóðhefð. Annað
dæmi: Í „Prufrock“ og fleiri kvæðum Eliots frá sama tíma eru greini-
leg áhrif frá Laforgue sem hann hafði kynnst heima í Bandaríkjunum
1908, þá tvítugur að aldri. Eliot hefur sagt frá því að hann las bók
um franska symbólismann og varð altekinn af þeirri hugmynd að
Laforgue ætti við hann sérstakt erindi, pantaði sér ritsafn hans frá
Frakklandi og fann með hjálp hans sína eigin rödd, aðferð til að
yrkja eins og honum var eiginlegt að yrkja.10 Næsta víst er að breyt-
ingarnar í enskri ljóðagerð á öðrum áratug aldarinnar hefðu orðið
með eitthvað öðrum hætti ef þessara kynna hefði ekki notið við. En
hinar djúptæku breytingar á hugmyndum franskra skálda um hvernig
yrkja mætti ljóð verða ekki skýrðar með einum saman áhrifum frá
skáldskap annarstaðar.
Enda munu flestir að líkindum aðhyllast þá skoðun að breytingar
í bókmenntum og listum eigi sér félagslegar orsakir, stafi af breyttum
þjóðfélagsháttum. Þeirra á meðal voru rússneskir marxistar, samtíma-
menn formalistanna sem áður voru nefndir. Lev Trotskí mótmælti
þeirri kenningu formalistanna að formið lifði sjálfstæðu lífi og væri
inntakinu fremra sem mótunarafl: „Nýtt listform […] verður til sem
svar við nýjum þörfum“,11 og svipaðra viðhorfa gætti í Bakhtín-
9 Jón Óskar (1988:11).
10 Peter Ackroyd (1985:33–35); T.S. Eliot (1998:399–409).
11 Marxistisk litteraturteori (1973:83).