Són - 01.01.2005, Síða 93

Són - 01.01.2005, Síða 93
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 93 hversvegna tískan er sífellt að breytast. Og dugir með engu móti til að gera grein fyrir grundvallarbreytingum á borð við ljóðbyltinguna í Frakklandi á 19. öld. Algengt er að rekja breytingar sem verða í bókmenntum til áhrifa sem skáld sækja sér til annarra skálda. Í formála bókar sinnar Ljóðastund á Signubökkum segir Jón Óskar: Sú bylting, sem hófst í franskri ljóðlist á síðari hluta nítjándu aldar, gerðist að nokkru leyti fyrir áhrif frá rómantísku stefn- unni í Þýskalandi, að nokkru leyti fyrir áhrif frá enskum og amerískum bókmenntum.9 Það er áreiðanlega rétt að stefnan sem breytingarnar tóku í Frakk- landi réðst sumpart af utanaðkomandi áhrifum. Til dæmis stuðluðu kynni skáldsins Jules Laforgue af fríljóðum Whitmans og þýðingar hans á þeim tvímælalaust að því að fríljóð unnu sér á skömmum tíma sess í franskri ljóðlist, en við það kom los á franska ljóðhefð. Annað dæmi: Í „Prufrock“ og fleiri kvæðum Eliots frá sama tíma eru greini- leg áhrif frá Laforgue sem hann hafði kynnst heima í Bandaríkjunum 1908, þá tvítugur að aldri. Eliot hefur sagt frá því að hann las bók um franska symbólismann og varð altekinn af þeirri hugmynd að Laforgue ætti við hann sérstakt erindi, pantaði sér ritsafn hans frá Frakklandi og fann með hjálp hans sína eigin rödd, aðferð til að yrkja eins og honum var eiginlegt að yrkja.10 Næsta víst er að breyt- ingarnar í enskri ljóðagerð á öðrum áratug aldarinnar hefðu orðið með eitthvað öðrum hætti ef þessara kynna hefði ekki notið við. En hinar djúptæku breytingar á hugmyndum franskra skálda um hvernig yrkja mætti ljóð verða ekki skýrðar með einum saman áhrifum frá skáldskap annarstaðar. Enda munu flestir að líkindum aðhyllast þá skoðun að breytingar í bókmenntum og listum eigi sér félagslegar orsakir, stafi af breyttum þjóðfélagsháttum. Þeirra á meðal voru rússneskir marxistar, samtíma- menn formalistanna sem áður voru nefndir. Lev Trotskí mótmælti þeirri kenningu formalistanna að formið lifði sjálfstæðu lífi og væri inntakinu fremra sem mótunarafl: „Nýtt listform […] verður til sem svar við nýjum þörfum“,11 og svipaðra viðhorfa gætti í Bakhtín- 9 Jón Óskar (1988:11). 10 Peter Ackroyd (1985:33–35); T.S. Eliot (1998:399–409). 11 Marxistisk litteraturteori (1973:83).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.