Són - 01.01.2005, Síða 97

Són - 01.01.2005, Síða 97
97ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR Eflaust veldur fleira því að byltingarástand skapaðist í ljóðlist. Til dæmis voru ljóð frá öndverðu sungin eða kveðin og flutt við hljóð- færaleik og þá er augljós stuðningur að reglufestu formsins, því ákveðin minnistækni er fólgin í háttbundnum brag.24 En eftir því sem tíðara varð að ljóð væru lesin í einrúmi varð síður þörf á að leggja þau á minnið. Og þar kom að laust mál fór að sækja á sem miðill bók- mennta (hugtakið ‚bókmenntir‘ er reyndar mjög ungt), en lengi vel þekktust frásagnir, hetjusögur (epík) og einkum leikrit (drama) varla nema í bundnu máli. Búast mátti við því að röðin kæmi að lýrískum skáldskap einnig, að um hann losnaði sömuleiðis. Með fráhvarfi frá brag á seinni hluta 19. aldar var ljóðhefðin rofin með róttækum hætti. Ég er því alveg ósammála Erni Ólafssyni sem telur að bragfrelsi komi módernisma ekkert við, enda sé það „ekki talið einkenni módernisma í helstu fræðilegu yfirlitsritum“ sem hann hafi séð.25 Þau orð gætu bent til þess að hann hafi ekki lesið mörg slík rit, en kannski er skýringin einkum sú hversu skilgreining hans á módernisma er fjarskalega þröng, mun þrengri en enska hugtakið modernism, og hæfir varla öðrum ljóðum en þeim sem eiga ættir að rekja til súrrealisma. Ef við hinsvegar lítum á nútímaljóð í öllum sínum fjölbreytileika má þvert á móti halda því fram að frelsi undan bragreglum hafi verið forsenda nýrrar ljóðhugsunar af margvíslegu tagi sem telja má ein- kennandi fyrir nútímaljóð. Þar á meðal væru eftirfarandi nýjungar: (1) Prósaljóð, (2) fríljóð og frjáls hrynjandi, ný fyrir hvert ljóð, „hrynj- andi tónhendingarinnar“ (Pound), (3) raðkvæmar myndir eins og í súrrealisma, og sjá má til dæmis í íslenskum ljóðabókum eins og Imbrudögum eftir Hannes Sigfússon eða Óljóðum eftir Jóhannes úr Kötl- um,26 (4) ljóðbygging ólík því sem er í brag: rofin framvinda, mósaík- myndir, blandað og ósamstætt efni (klausur á erlendum málum, samtalsbútar, löng sítöt eins og t.d. í Cantos eftir Pound). Sú eðlisbreyting ljóðsins sem fólgin er í fráhvarfi frá reglulegum brag virðist óafturkræf. Hið bundna ljóð lifir þó áfram í íslenskum skáldskap sem söngtexti (frá öndverðu hafa ljóð verið ort til söngs); 24 Einar Bragi (1/1955:25) víkur að þessu í grein sinni „Í listum liggur engin leið til baka“ og minnir á vísuorð Einars í Eydölum: „Kvæðin hafa þann kost með sér / þau kennast betur og lærast ger / en málið laust úr minni fer“. 25 Örn Ólafsson (1992:24). 26 Dæmi: „Fingur organistans svæfa myrkt brimið / Síðförull maður seytlar fram úr spenntum greipunum“ (Hannes Sigfússon 1982:65); „fylltust himpigimpi / tólfkónga- viti / gáfu kampalampa / súm hinum dindilsnúnu“ (Jóhannes úr Kötlum 1962:44).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.