Són - 01.01.2005, Qupperneq 97
97ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR
Eflaust veldur fleira því að byltingarástand skapaðist í ljóðlist. Til
dæmis voru ljóð frá öndverðu sungin eða kveðin og flutt við hljóð-
færaleik og þá er augljós stuðningur að reglufestu formsins, því
ákveðin minnistækni er fólgin í háttbundnum brag.24 En eftir því sem
tíðara varð að ljóð væru lesin í einrúmi varð síður þörf á að leggja þau
á minnið. Og þar kom að laust mál fór að sækja á sem miðill bók-
mennta (hugtakið ‚bókmenntir‘ er reyndar mjög ungt), en lengi vel
þekktust frásagnir, hetjusögur (epík) og einkum leikrit (drama) varla
nema í bundnu máli. Búast mátti við því að röðin kæmi að lýrískum
skáldskap einnig, að um hann losnaði sömuleiðis.
Með fráhvarfi frá brag á seinni hluta 19. aldar var ljóðhefðin rofin
með róttækum hætti. Ég er því alveg ósammála Erni Ólafssyni sem
telur að bragfrelsi komi módernisma ekkert við, enda sé það „ekki
talið einkenni módernisma í helstu fræðilegu yfirlitsritum“ sem hann
hafi séð.25 Þau orð gætu bent til þess að hann hafi ekki lesið mörg slík
rit, en kannski er skýringin einkum sú hversu skilgreining hans á
módernisma er fjarskalega þröng, mun þrengri en enska hugtakið
modernism, og hæfir varla öðrum ljóðum en þeim sem eiga ættir að
rekja til súrrealisma.
Ef við hinsvegar lítum á nútímaljóð í öllum sínum fjölbreytileika
má þvert á móti halda því fram að frelsi undan bragreglum hafi verið
forsenda nýrrar ljóðhugsunar af margvíslegu tagi sem telja má ein-
kennandi fyrir nútímaljóð. Þar á meðal væru eftirfarandi nýjungar:
(1) Prósaljóð, (2) fríljóð og frjáls hrynjandi, ný fyrir hvert ljóð, „hrynj-
andi tónhendingarinnar“ (Pound), (3) raðkvæmar myndir eins og í
súrrealisma, og sjá má til dæmis í íslenskum ljóðabókum eins og
Imbrudögum eftir Hannes Sigfússon eða Óljóðum eftir Jóhannes úr Kötl-
um,26 (4) ljóðbygging ólík því sem er í brag: rofin framvinda, mósaík-
myndir, blandað og ósamstætt efni (klausur á erlendum málum,
samtalsbútar, löng sítöt eins og t.d. í Cantos eftir Pound).
Sú eðlisbreyting ljóðsins sem fólgin er í fráhvarfi frá reglulegum
brag virðist óafturkræf. Hið bundna ljóð lifir þó áfram í íslenskum
skáldskap sem söngtexti (frá öndverðu hafa ljóð verið ort til söngs);
24 Einar Bragi (1/1955:25) víkur að þessu í grein sinni „Í listum liggur engin leið til
baka“ og minnir á vísuorð Einars í Eydölum: „Kvæðin hafa þann kost með sér /
þau kennast betur og lærast ger / en málið laust úr minni fer“.
25 Örn Ólafsson (1992:24).
26 Dæmi: „Fingur organistans svæfa myrkt brimið / Síðförull maður seytlar fram úr
spenntum greipunum“ (Hannes Sigfússon 1982:65); „fylltust himpigimpi / tólfkónga-
viti / gáfu kampalampa / súm hinum dindilsnúnu“ (Jóhannes úr Kötlum 1962:44).