Són - 01.01.2005, Page 98
98 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
sem háþroskað og fágað form, ‚fullkomin‘ smíð (sonnetta); sem gam-
anbragur (misræmi efnis og forms hefur löngum verið uppspretta
skops); sem meitlað smáform — hnyttið, kersknisfullt, flytjandi lífs-
speki (ferskeytla, limra) — og á vonandi eftir að lifa lengi enn.
Nýjar tegundir ljóða
Charles Baudelaire (1821–67) hefur af mörgum verið talinn það
skáld sem helst mætti kalla föður nútímaljóðlistar. Í þeirra hópi var
T.S. Eliot sem nefndi meðal annars að Baudelaire hefði unnið það
afrek að gera stórborgina að efniviði ljóða.27 Aðrir nefna að í ljóðum
Baudelaires í Les fleurs du mal sé horfið frá hinni samræmisfullu klass-
ísku fegurðarhugsjón og í staðinn komi tvíbent afstaða til fegurðar
nútímans (la modernité var grundvallarhugtak í skrifum Baudelaires
um listir) sem tíðum sé fegurð ljótleikans. Enn aðrir nefna þá nýju
ljóðtegund sem hann vann brautargengi, prósaljóðið.
Baudelaire gaf út fyrstu prósaljóð sín 1855 og safn þeirra ljóða
hans kom út að honum látnum undir heitinu Petits poèmes en prose árið
1869. Æ síðan hafa prósaljóð verið ort í Frakklandi og um allar jarðir
og til hans er tegundin gjarna rakin, þó hann teldi sig raunar ekki
upphafsmann hennar.28 Ég ætla ekki að ræða neitt að ráði um tegund-
ina sjálfa hér en líta þess í stað á prósaljóð yngra skálds, Artúrs
Rimbaud, og skoða þar önnur atriði en ljóðformið sjálft.29 Fyrsta
ljóðið í safninu Illuminations hefst á þessa leið:
Après le Déluge
Aussitôt que l’idée du Déluge se fut rassise,
Un lièvre s’arrêta dans les sainfoins et les clochettes mou-
vantes et dit sa prière à l’arc-en-ciel à travers la toile de
l’araignée.
27 „Baudelaire is indeed the greatest exemplar in modern poetry in any language.“ Í
„Baudelaire“ (1951:426). Og í greininni „What Dante means to me“ [1954] talar
Eliot um að af Baudelaire hafi hann lært „the poetical possibilities […] of the more
sordid aspects of the modern metropolis“ og að „the sort of experience that an
adolescent had had, in an industrial city in America, could be the material for
poetry“ (1978:126).
28 Í tileinkun sem hann skrifaði vísar hann á Aloysius Bernard sem fyrirrennara sinn
og bók hans Gaspard de la nuit.
29 Um ljóðtegundina hef ég fjallað í grein um prósaljóð Sigfúsar Daðasonar (Þor-
steinn Þorsteinsson 2003:152–167).