Són - 01.01.2005, Síða 100

Són - 01.01.2005, Síða 100
100 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON lokin ákallar mælandi náttúruna og biður um fleiri slík: „vötn og sorg- ir, stígið upp og hefjið aftur syndaflóðið“.33 Ljóðið er voldug sýn, enda hafði skáldið stefnt að því frá fyrstu tíð, eins og hann lýsti í fræg- um bréfum sextán ára gamall, að verða sjáandi. Var að undra þótt súr- realistar tækju Rimbaud í dýrlingatölu?34 Annað sem er eftirtektarvert við ljóðið er hvað það er ‚raun- sæislegt‘ í öllum sínum óraunveruleika. Það er nánast án myndlíkinga eða annarra þeirra stílbragða sem algeng eru í ljóðum, og sama gildir um önnur ljóð í safninu. Í hverju er þá skáldskapargildi þeirra fólgið? „Textar Rimbauds hafna eftirlíkingu og það gerir þá skáldlega,“ ritar Tzvetan Todorov.35 Þjóðverjinn Hugo Friedrich skrifaði bók um nútímaljóð sem mun hafa haft nokkur áhrif hér á landi á síðari hluta nýliðinnar aldar, þó varla meðal skálda.36 Meðal annars er hún greinilega biblía Arnar Ólafssonar við ritun Kóralforspils hafsins og hún setur einnig mark á seinnihluta Atómskálda Eysteins Þorvaldssonar. Í henni eru margar góðar einstakar athuganir, en ókostir hennar eru þó yfirgnæfandi að mínum dómi þó ekki sé tóm til að rökstyðja það að ráði hér,37 og felast einkum í tvennu: annarsvegar í alltof skematískum og alhæfandi skilningi á nútímaljóðum,38 og í því hinsvegar að skoða nútímaljóð fyrst og fremst sem frávik frá eldra normi en ekki sem nýjan og full- veðja veruleika sem bjóði upp á áður óþekkta möguleika í skáldskap, dýrmæta möguleika. Enda segir höfundur um sjálfan sig: „Ég uni mér betur í fylgd Goethes en Eliots“.39 33 „Eaux et tristesses, montez et relevez les Déluges.“ 34 Allt það mál er reyndar skrautlegt eins og fleira í sögu hreyfingarinnar. Dýrkunin beið nokkurn hnekki þegar Breton ákvað að Rimbaud gæti ekki verið þeirra maður úr því að afturhaldsgaurinn Paul Claudel hefði getað eignað sér hann. Sbr. seinna súrrealistaávarpið, André Breton (1972:80). 35 „La poésie sans le vers“, Todorov (1987:79). 36 Die Struktur der modernen Lyrik · Von Baudelaire bis zur Gegenwart. 37 Ég gæti nefnt eftirfarandi bókmenntamenn sem hafa gagnrýnt bókina á mismun- andi forsendum: Sigfús Daðason (2000:264–65), Paul de Man (1983:171–74), Antoine Compagnon (1990:58–64). 38 Hugo Friedrich er haldinn þeim erfðalesti kennarans að einfalda fyrirbærin svo þau passi öll í sama skemað — sem hann kallar „die Struktureinheit der modernen europäischen Lyrik“ (1971:10). Það hugtak er hreinn hugarburður, nær lagi væri að tala um „die Strukturvielfalt“. Friedrich alhæfir út frá vissum þáttum í frönskum skáldskap; af enskumælandi skáldum fjallar hann nánast um Eliot einan, í vægast sagt furðulegum kafla (bls. 198–200). 39 Hugo Friedrich (1971:10).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.