Són - 01.01.2005, Page 109
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 109
Sú lýsing á nútímaljóðum sem þekktust er á Íslandi (að minnsta kosti
í skólabókum) er vafalítið þriggja liða skilgreining Eysteins Þor-
valdssonar í bókinni Atómskáldin. Hún er ættuð frá Svíanum Ingemar
Algulin sem notaði hana til rannsóknar á ljóðum tveggja sænskra
skálda sem höfðu horfið frá hefðbundnum ljóðstíl og tekið upp nýjan.
Algulin tekur fram að þetta sé ekki tæmandi skilgreining á nútíma-
ljóðum og hæfi ekki öllum skáldum, sömuleiðis að yfirleitt þurfi ljóð
að búa yfir fleiri en einum þessara þátta til að tala megi um nútíma-
ljóð.63 Takmarkandi skilgreiningar af þessu tagi duga auðvitað
skammt til að lýsa öllum fjölbreytileika nútímaskáldskapar en geta þó
haft sitt gildi (a.m.k. ef litið er á þær sem mikilvæg einkenni nútíma-
ljóða en ekki sem inntökuskilyrði). Eysteinn orðar þættina svo:
1. Óbundið form
2. Samþjöppun í máli
3. Frjálsleg og óheft tengsl myndmálsins64
Um fyrsta liðinn hef ég fjallað nokkuð hér að framan. Þegar litið er
yfir sögu ljóðlistarinnar í heild hefur þarna orðið grundvallarbreyting
á skilningi manna á því hvað kallast geti ljóð. Annar liður vísar til
þeirrar mikilvægu tilhneigingar í nútímaljóðum að í stað skýrrar fram-
vindu og oft langorðra lýsinga var nú lagt kapp á þéttleika ljóðanna
og ýmsum aðferðum beitt í því skyni. Þetta er stundum rakið til
Mallarmé sem gerði útlæg öll óþörf orð (og jafnvel fleiri) og ritaði í
bréfi til vinar síns: „La Destruction fut ma Béatrice“,65 eyðingin varð
mín leiðarstjarna. Áhrifarík varð sú aðferð í kvæðum þeirra Eliots og
Pounds um 1920, einkum í Eyðilandinu 1922 og í Cantos, að beita
úrfellingum og skeyta saman lítt skyld atriði án tenginga. Skáld-
skaparaðferð Eyðilandsins kom reyndar ekki að öllu leyti til af góðu.
Eliot hafði orðið að leita sér lækninga við taugaveiklun. Hann lauk
við kvæðið á heilsuhæli í Sviss og fór með lengri gerð þess á fund Ezra
Pound í París. Pound skar bálkinn talsvert niður, framdi á honum
63 „Som tre huvudkriterier på modernistisk lyrik vill jag se: fri versform, kompres-
sion och bildspråkets fria associativitet. I regel bör emellertid mer än en av dessa
faktorer föreligga för att stilen skall kunna sägas vara modernistisk“. Ingemar
Algulin (1969:16). Og: „Den bestämning af begreppet ‚modernism‘ som ovan
gjorts omfattar en definitionskjärna, som måste kompletteras i varje enskilt fall:
särdrag i en riktnings lyriska stil, enskilda diktares personliga diktion etc.“ (20)
64 Eysteinn Þorvaldsson (1980:196).
65 Til Eugène Lefébure 27. maí 1867. Stéphane Mallarmé (1995:349).