Són - 01.01.2005, Page 110

Són - 01.01.2005, Page 110
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON110 „keisaraskurð“,66 og steypti brotunum saman að mestu leyti í þá mynd sem við þekkjum nú. Margir lærðu síðan aðferðina af Eyði- landinu (eða öðrum kvæðum Eliots), meðal annarra Sigfús Daðason að líkindum. En þriðji liðurinn er dálítið hulduhrútslegur. Hvað eru ‚óheft tengsl myndmálsins‘? Hafa skáld ekki yfirleitt verið frjáls að því að setja í ljóð sín þær myndir sem þau kærðu sig um, þó oltið hafi á ýmsu um skoðanafrelsið? En hér er víst verið að tala um frelsi í alveg ákveðn- um skilningi, hið óhefta frelsi sem dulvitundin getur veitt. Við sjáum það betur ef við skoðum orðalag Algulins sem þetta er þýðing á: „Bildspråkets fria associativitet“ eða „Free associations of the image“,67 kallar hann fyrirbærið. Hér er greinilega kominn André Breton og kenning hans um ‚frjáls hugtengsl‘ sem hann hafði frá Freud (freie Assoziationen), en hugmyndum hans hafði Breton kynnst í fyrri heimsstyrjöldinni og meira að segja seinna farið að hitta hann í Vín. Hjá Freud er þetta reyndar ekki skáldskaparaðferð heldur lækningaraðferð, sjálf frumregla sálkönnunarinnar sem Sigurjón Björnsson lýsir svo: „[S]kjólstæðingnum [er] uppálagt að opna hug sinn sem hann frekast má og segja hugsanir sínar upphátt í þeirri röð sem þær koma (free association).“ Sálkönnuðurinn á síðan að hlusta á frásagnir skjólstæðings síns og túlka þær í þeim tilgangi að komast að rótum þess meins er manninn hrjáir.68 Breton fýsti nú að beita skyldri aðferð til að losa skáldskapinn undan „oki rökhugsunarinnar“,69 aðferð sem oft er kölluð ósjálfráð skrift. Það er reyndar óheppilegt sem heildarheiti, því súrrealistar fóru margar leiðir að því marki sínu að losa um óræð öfl sem í mönnum byggju og mynda áður óþekkt hugtengsl. Þeir tóku meðal annars hendinguna í þjónustu sína og settu saman ‚spenntar‘ líkingar þar sem tengdir voru að því er virtist öldungis óskyldir þættir. Bæði Breton og Aragon líktu myndsmíðinni við notkun vímugjafa, sá fyrrnefndi í fullri alvöru og með tilvísun til paradísa Baudelaires,70 en Aragon talaði um myndir í nokkrum hálfkæringi sem leið til að komast á tripp. Um framtíð þeirra sem ánetjast súrrealískum mynd- um segir í Parísarbóndanum: 66 Orðalag Pounds. Peter Acroyd (1985:117). 67 Ingemar Algulin (1969:18 og 410). 68 Sigurjón Björnsson (1983:128, sbr. einnig 67–71). 69 Orðalag Bretons. Yfirlýsingar (2001:397). 70 „Því er eins farið með myndir súrrealismans og þær ópíumsýnir sem maðurinn getur ekki kallað fram sjálfur“. Sama rit (434).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.