Són - 01.01.2005, Síða 114

Són - 01.01.2005, Síða 114
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON114 fram samlíkingu. „Ég strika orðið einsog út úr orðabókinni,“ er haft eftir Mallarmé,79 og hjá greifanum af Lautréamont, sem aldrei var teprulegur í orði, rekst ég á setningu um ‚glæpsamlega notkun‘ sam- líkinga.80 Um myndhverfingar segir hinsvegar að þær þjóni „þrám mannsins eftir óendanleika“.81 Óvíst er þó þarna sem oftar hversu alvarlega beri að taka Lautréamont, því margar af snjöllustu og fræg- ustu líkingum hans eru einmitt samlíkingar (t.d. allar hinar mörgu sem byrja á „fagur(t) eins og …“). Í fyrirlestri sem haldinn var 1951 talaði þýska skáldið Gottfried Benn um að eitt af fernu sem hafa mætti til marks um það hvort kvæði ort 1950 væri í takt við samtíma sinn, væri hvort skáldið notaði tenginguna wie (eins og). Hann viðurkenndi að sum skáld hefðu komist klakklaust frá henni og nefndi Rilke, en annars mætti yfirleitt reiða sig á að með orðinu wie haldi „frásögn, kjallaragrein innreið sína í ljóðið; það slakni á spennu málsins“.82 Í íslenskri umræðu kemur fram það sjónarmið að samlíking sé óæðri skáldskapur en myndhverfing. Þannig segir Einar Bragi í rit- dómi um Sjödægru 1955: Veruleiki ljóðs er ekki yrkisefnið sjálft, heldur mynd þess. Í góðu ljóði hverfur ljóðið í mynd sína, verður hún. Samlíkingin hefur um aldir verið (og er kannski enn) langalgengasta aðferð skáldanna við að íklæða yrkisefnið ljóðmynd sinni: þar af kem- ur hið hvimleiða eins og, eins og, eins og (eins og skáldin séu sífellt að hvísla í eyra lesandans, þú mátt ekki taka okkur of hátíðlega, elsku ljúfur, yrkisefnið er ekki mynd þess heldur eins og hún, sem hún, áþekk henni, í líkingu við hana).83 Mjög oft hefur verið vitnað í þessi orð (eða hluta þeirra) og mun varla ofmælt að á þau hafi verið litið sem hæstaréttardóm um nútímaljóð. En vitaskuld ber að skoða þau einkum sem mat Einars Braga sjálfs á 79 „Je raie le mot comme du dictionnaire“. Atle Kittang og Asbjørn Aarseth (1998:82). 80„l’emploi criminel [de la comparaison]“. Isidore Ducasse (1990:220 og 408). 81 „[Le] sympathique emploi de la métaphore […] rend [des] services aux aspirations humaines vers l’infini“. Sama rit (242). 82 „Rilke konnte das, aber als Grundsatz können Sie sich daran halten, daß ein WIE immer ein Einbruch des Erzählerischen, Feuilletonistischen in die Lyrik ist, ein Nachlassen der sprachlichen Spannung, eine Schwäche der schöpferischen Trans- formation.“ Gottfried Benn (1951:16). 83 Einar Bragi (4/1955:38).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.