Són - 01.01.2005, Side 120

Són - 01.01.2005, Side 120
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON120 Kaflinn varpar ljósi á notkun Sigfúsar Daðasonar á mælskubrögðum. Sigfús notar bersýnilega trópa (myndhverfingar, nafnskipti o.þ.h.) mun minna en stílbrögð á borð við endurtekningar og hliðstæður, með öðrum orðum ýmis setningaleg stílbrögð, enda er hrynjandi meðal mikilvægustu eiginda ljóða hans. Niðurstaða Jakobsons virðist vera sú að varast beri að skilgreina skáldskaparaðferðir þröngt. Því er ég sammála en vil bæta tvennu við: Ég tel reyndar að til séu „ljóð gjör- sneydd myndmáli“, en að vísu er ekki einhlítt hvernig skilja beri hug- takið ‚myndmál‘. Í annan stað sýna mörg ljóð Sigfúsar að hann kann vel með ljóðmyndir að fara, en þær hafa hinsvegar aldrei sjálfgildi í skáldskap hans. Módernismi eða nútímaljóð Hér mætti fara nokkrum orðum um notkun orðsins módernismi í um- ræðu um íslenska ljóðlist og ástæður þess að ég kýs að sneiða hjá því. Tvær bækur hafa verið ritaðar á íslensku með hugtakið að leiðarljósi: Atómskáldin eftir Eystein Þorvaldsson 1980 og Kóralforspil hafsins eftir Örn Ólafsson 1992, en þeir nota það að vísu hvor með sínum hætti. Það er reyndar mjög í stíl við það sem tíðkast í öðrum löndum og gerir að verkum að hugtakið er á mörkum þess að vera nothæft. Það er regnhlífarhugtak sem alls óvíst er að tveir menn skilji eins. Hugtakið er ekki mjög gamalt í alþjóðlegri umræðu og í prentuðu máli hérlendis rekur Eysteinn það til Vögguvísu Elíasar Marar 1950 og tveggja greina eftir Einar Braga og Sigfús Daðason frá 1952.96 Eysteinn fer í umfjöllun sinni að mestu eftir þriggja liða skilgreiningu Algulins eins og áður segir en herðir þó ögn á henni: „Til þess að ljóð megi teljast módernt telur Algulin að það verði að hafa a.m.k. tvö af þessum einkennum til að bera“.97 Þetta er öllu afdráttarlausara en hjá Algulin: „I regel bör emellertid mer än en av dessa faktorer föreligga för att stilen skall kunna sägas vara modernistisk [leturbr. hér]“.98 Breytingin leiðir af sér gervivandmál á borð við það hvort Þorpið eftir Jón úr Vör sé módernt.99 96 Eysteinn Þorvaldsson (1980:17). — Alan Sinfield (2004:217) getur þess að hugtak- ið hafi ekki fest rætur í breskri bókmenntaumræðu fyrr en um 1960 og þá komið frá Bandaríkjunum. 97 Eysteinn Þorvaldsson (1980:196). 98 Ingemar Algulin (1969:16). 99 „[Hæpið er] að telja Þorpið módernt þó að það sé algerlega óbundið. Setningar og orðfæri eru þar með venjulegum auðskildum hætti og þar er ekki hið dirfskufulla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.