Són - 01.01.2005, Side 149

Són - 01.01.2005, Side 149
UM LJÓÐABÆKUR UNGSKÁLDA FRÁ ÁRINU 2004 149 Haukur Ingvarsson er menntaður íslenskufræðingur og ber Niður- fall þess greinileg merki; textinn er lærður og fremur athyglissjúkur, vitsmunalegur fremur en tilfinningalegur og málnotkunin kjarnyrt og háfleyg. Leikur að máli er eitt af aðalsmerkjum bókarinnar, ekki síst á stöðum þar sem höfundur prjónar út frá orðum og hoppar með hluta orðs yfir í nýtt samhengi og textinn fer að minna á rapp eða „rímnabattl“: „[L]jóðrás er annað en blóðrás / hún er ekki árás né útrás“ (bls. 17), „hverfum sjálfum okkur / verðum að andhverfum okkar sjálfra / myndhverfumst í dýrið sem við óttumst á daginn“ (bls. 70). Þó nokkuð er um menntamanna húmor; sem dæmi má nefna senuna þar sem ljóðmælandi kemur að bókabúð Máls og menningar og hleypur fram hjá af áhrifafælni við Steinar Braga.9 Flest eru ljóðin löng og vandlega stíluð, stundum svo mjög að merkingin verður óskýr. En texti Niðurfalls er þéttur, oftast grípandi og aldrei leiðinlegur. Bókin er full af gátum sem gaman er að glíma við. Sjálf listin er oft í brennidepli, ljóðmælandinn og Mangi ræða mikið um muninn á skáldskap og veruleika, og muninn á ljóðlistinni og öðrum listum: „Það er nú lítið mál að vera skáld, maður tekur bara orðabók og raðar upp úr henni orðum og kallar ljóð“ (bls. 60). Mangaþættirnir eru áhugaverðir og afar hugmyndaríkir. Saman mynda þeir skemmtilega heild sem er brotin upp með ljóðum sem tengjast meginstraumi verksins mismikið. Niðurfall er því annað og meira en bara safn ljóða. Það væri spennandi að sjá höfund þróa þessa tilburði sína skrefi lengra og takast á við smásögur eða skáldsögur. En þrátt fyrir það er styrkur Niðurfalls umfram allt falinn í stuttu ljóðun- um, sem eru því miður of fá að mínu mati. Í ljóðinu „II heilabrot“ (bls. 72) spyr ljóðmælandi: „Segi ég of mikið? Læt ég of mikið uppi?“ Sé þessi spurning látin eiga við Niðurfall í heild neyðist ég til að svara henni játandi. 5. Grilla? En það er október!? Í fyrrahaust setti Stúdentaleikhúsið upp leiksýninguna Þú veist hvernig þetta er og vakti hún meiri athygli en títt er um áhugaleiksýningar hér á landi. Verkið er beitt ádeila á ýmsa þætti í íslenskum samtíma: Aðkomu íslenskra stjórnvalda að Íraksstríðinu, klámvæðingu fjöl- 9 Bókabúð Máls og menningar er miðdepillinn í skáldsögunni Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga. Kenningar um áhrifafælni eru uppistaðan í höfundarverki breska bókmenntafræðingsins Harolds Bloom.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.