Són - 01.01.2005, Side 150
HJALTI SNÆR ÆGISSON150
miðla og markaðssetningar, ægivald amerískrar lágmenningar, raun-
veruleikasjónvarp og sitthvað fleira. Grundvallaraðferð leikhópsins,
sem samdi verkið ásamt leikstjóranum, var að endurskapa í mjög
ýktri mynd þann yfirborðskennda og allt að því sjúklega hressileika
sem nútíminn sýnir andspænis dauða og hörmungum. Heimur
verksins er Ísland þar sem búið er að leiða ýmis fáránleg atriði úr
samtíma okkar út á ystu nöf, land þar sem „stemningin hefur tekið
öll völd“.10
Fyrr á árinu hafði komið út ljóðabók sem er grein á sama meiði,
bók þar sem allt er vaðandi í sora og ófögnuði, klámi, ofbeldi, kyn-
þáttafordómum og guðlasti, en allt gert á léttum nótum og með bros
á vör. Þetta er ljóðabókin Grillveður í október eftir Óttarr M. Norðfjörð.
Áður hefur höfundur gefið út eina bók í þremur eintökum og nú í
sumar kom síðan út Sirkus, nýjasta ljóðabók Óttars, sem skreytt er
myndum eftir hann sjálfan. Óttar segist hafa byrjað að skrifa í
menntaskóla en fyrst um sinn hafi ljóðið ekki höfðað til hans:
Honum fannst hálf hallærislegt [svo] að skrifa ljóð en viðhorf
hans breyttist þegar hann mætti á Nýhil-kvöld og hlustaði á
ljóðaupplestur. Þar heyrði hann margt áhugavert en fannst þó
skáldin vera að yrkja mikið um sama hlutinn og að rödd sín
skæri sig úr og ætti erindi við aðra. „Ég hef áhuga á að skrifa
ljóð sem eru ekki svona inn á við heldur varða heiminn og
heimsástandið. Ég vil líka vera fyndinn á aulalegan hátt og laus
við allt snobb.“11
Óttarr M. Norðfjörð er Sid Vicious íslenskrar ljóðlistar. Hann er
aðdáandinn sem var innlimaður í bandið. Grillveður í október kom út
hjá Nýhil í mars 2004 og síðan þá hefur Óttarr oft komið fram á
upplestrarkvöldum samtakanna. Ljóðin í bókinni bera enda sterkan
svip af þessum uppruna sínum. Þau eru mjög flutningsvæn og virðast
henta ágætlega til að hrópa í hljóðnema á öldurhúsi. Efni ljóðanna,
bygging og myndmál eru heldur ekki tormeltari en svo að þau megi
meðtaka með bjórglas í annarri. Grillveður í október inniheldur útleitin
10 Orðalagið er fengið að láni úr káputexta bókarinnar LoveStar eftir Andra Snæ
Magnason en furðuleikabragur þeirrar sögu sver sig að mörgu leyti í ætt við Þú
veist hvernig þetta er.
11 Inga Rún Sigurðardóttir (2005:59).