Són - 01.01.2005, Page 153

Són - 01.01.2005, Page 153
UM LJÓÐABÆKUR UNGSKÁLDA FRÁ ÁRINU 2004 153 Þú ert skáld af því að það er eitthvað að þér og þú ert með minnimáttarkennd, skáld Og þegar aðrir áttu úlpu og takkaskó þá var þín æska: draumar að degi til Samt ertu, skáld, montnari en hanagal að nóttu eins og fyrirburi spýttur útúr klofinu15 Valur fjallar hér og víðar um starf skáldsins. Skáldanafnbótinni fylgir mikill farangur; um aldir hafa skáldin verið boðberar sannleika sem öðru fólki vill gjarnan reynast torvelt að tjá. Í Ofurmennisþrá er lýst heimi þar sem setningaskipan jarðarinnar er lokuð, „ekkert land er ónumið, / hvergi nýtt að finna“ (bls. 24), og því ekki ósennilegt að skáldið lendi í kreppu. Í nútímanum á ofurhetjan sér ekki verðug við- fangsefni eða andstæðinga eins og áður fyrr; hennar eini andstæðing- ur „er næsti maður / sem svitnar eins og gufuvél / alveg eins og þú“ (bls. 32). Ofurmennisþrá gerist í heimi þar sem ofurhetjan er dáin. Hugmyndin minnir á togstreituna í ljóði Eliots, „The Love Song of J. Alfred Prufrock“, en ljóðmælandi þess tilheyrir þeim hópi manna sem er „gjarnt að sveiflast harkalega milli þeirrar trúar að þeir búi yfir ein- hverju djúpu og merkilegu sem geti breytt heiminum og skelfilegrar vissu um að lífið sé gersamlega fánýtt og þeir sjálfir einskis virði.“ 16 Ljóðin í Ofurmennisþrá eru giska fjölbreytt. Bókin hefst á ósk höfundarins um að tekið verði „hólógramískt afrit“ af sér dansandi, heilmynd úr ljósi, rafknúin af eilífðarvél. Þetta er að einhverju leyti óður höfundarins til eigin skáldskapar sem hið hólógramíska afrit er myndhvörf fyrir. Ljóðið „Dansandi afrit“ er Bautasteinn Vals B. Antonssonar, afritið dansandi er fantastísk útgáfa af minnisvarða. Ofurmennisþrá er með öðrum orðum byrjandaverk og veit af því; allur texti bókarinnar ber vott um höfund sem er að kveða sér hljóðs. En dansandi afritið er geymt á afskekktum stað, í „flagnandi hvítmáluðu herbergi / einhvers staðar í risíbúð“ (bls. 6). Ljóð Vals B. Antonssonar eru úr alfaraleið, þau eru á jaðrinum. Ljóðin „Saltrisinn“ (bls. 28–29) og „Fjöruferð“ (bls. 30–31) eru dularfull og táknsöguleg, og minna helst á þjóðsögur eða goðsögur. Í tveimur hersýningarljóðum (bls. 14–17) fjallar Valur um greinar- muninn sem Vesturlandabúar gera á sjálfum sér og öðrum kynþátt- um, en á fínlegri og látlausari hátt en Óttarr M. Norðfjörð. Líkt og 15 Valur B. Antonsson (2004:10). 16 Sverrir Hólmarsson (1991:434).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.