Són - 01.01.2005, Page 161

Són - 01.01.2005, Page 161
Vésteinn Ólason Um Birting Nú þegar Einar Bragi er fallinn frá og fleiri af þeim sem hrundu Birt- ingi hinum nýrri úr vör fyrir fimmtíu árum, hrekkur gamall lesandi ritsins við og hugsar: það má ekki minna vera en maður reyni að þakka fyrir sig. Fyrir einhverja hundaheppni gerðist ég áskrifandi að Birtingi sautján ára gamall, á öðru útkomuári 1956, og var það meðan hann kom út, til 1968. Birtingur var eins konar háskóli minn og áreiðan- lega fjölmargra annarra á þessum árum og beindi áhuga og athygli að menningar- og listastraumum sem eiginlega var afskaplega ólíklegt að sveitaunglingur á Íslandi gæti haft hugmynd um. Þessu hlutverki hélt Birtingur áfram að gegna á háskólaárunum, því að nýjungum í heims- listinni var lítt sinnt í því sem einatt var kallað norrænudeildin á þeim árum. Ritstjórar annars árgangs, og einnig þess fyrsta að ég held, voru Einar Bragi, Geir Kristjánsson, Hörður Ágústsson, Jón Óskar og Thor Vilhjálmsson. Fleiri tóku um lengri eða skemmri tíma sæti í rit- stjórninni og lögðu ritinu til margvíslegt efni: Björn Th. Björnsson, Jóhann Hjálmarsson, Atli Heimir Sveinsson og kannski fleiri, en Einar Bragi, Hörður, Jón Óskar og Thor voru kjarninn sem hélt út: hinir sönnu Birtingsmenn. Einar hafði raunar gefið út tímarit með sama nafni á árunum 1953 og 1954, en þar sem ég kynntist því ekki fyrr en löngu seinna fjalla ég ekki um það hér. Þegar ég nú eftir fjóra til fimm áratugi fletti þessum gömlu heftum blasa við á nær hverri blaðsíðu gamlir kunningjar, kvæði, sögur, grein- ar og myndir sem maður þekkir og minnist. Birtingur var eins og vor- blær, stundum hvass vindur, ritið fjallaði um listir og menningu, var einkum skrifað af listamönnum og birti nýstárlega list. Fáein dæmi úr elstu heftunum: Í 1. hefti 1956 tjáir Jón Leifs sig um Arthur Honegger, Jón Nordal skrifar um Béla Bartók og Nína Tryggvadóttir um Fernand Léger, en í fréttabréfi frá París skrifar Hörður Ágústsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.