Són - 01.01.2005, Qupperneq 161
Vésteinn Ólason
Um Birting
Nú þegar Einar Bragi er fallinn frá og fleiri af þeim sem hrundu Birt-
ingi hinum nýrri úr vör fyrir fimmtíu árum, hrekkur gamall lesandi
ritsins við og hugsar: það má ekki minna vera en maður reyni að
þakka fyrir sig.
Fyrir einhverja hundaheppni gerðist ég áskrifandi að Birtingi
sautján ára gamall, á öðru útkomuári 1956, og var það meðan hann
kom út, til 1968. Birtingur var eins konar háskóli minn og áreiðan-
lega fjölmargra annarra á þessum árum og beindi áhuga og athygli að
menningar- og listastraumum sem eiginlega var afskaplega ólíklegt að
sveitaunglingur á Íslandi gæti haft hugmynd um. Þessu hlutverki hélt
Birtingur áfram að gegna á háskólaárunum, því að nýjungum í heims-
listinni var lítt sinnt í því sem einatt var kallað norrænudeildin á þeim
árum.
Ritstjórar annars árgangs, og einnig þess fyrsta að ég held, voru
Einar Bragi, Geir Kristjánsson, Hörður Ágústsson, Jón Óskar og
Thor Vilhjálmsson. Fleiri tóku um lengri eða skemmri tíma sæti í rit-
stjórninni og lögðu ritinu til margvíslegt efni: Björn Th. Björnsson,
Jóhann Hjálmarsson, Atli Heimir Sveinsson og kannski fleiri, en
Einar Bragi, Hörður, Jón Óskar og Thor voru kjarninn sem hélt út:
hinir sönnu Birtingsmenn. Einar hafði raunar gefið út tímarit með
sama nafni á árunum 1953 og 1954, en þar sem ég kynntist því ekki
fyrr en löngu seinna fjalla ég ekki um það hér.
Þegar ég nú eftir fjóra til fimm áratugi fletti þessum gömlu heftum
blasa við á nær hverri blaðsíðu gamlir kunningjar, kvæði, sögur, grein-
ar og myndir sem maður þekkir og minnist. Birtingur var eins og vor-
blær, stundum hvass vindur, ritið fjallaði um listir og menningu, var
einkum skrifað af listamönnum og birti nýstárlega list. Fáein dæmi úr
elstu heftunum: Í 1. hefti 1956 tjáir Jón Leifs sig um Arthur
Honegger, Jón Nordal skrifar um Béla Bartók og Nína Tryggvadóttir
um Fernand Léger, en í fréttabréfi frá París skrifar Hörður Ágústsson