Són - 01.01.2005, Síða 162

Són - 01.01.2005, Síða 162
VÉSTEINN ÓLASON162 um fjölda Parísarmálara — Herbin, Poliakoff, Vasarely og fleiri þeim skylda, en einnig getur að líta í grein hans myndir af myndum eftir Hans Hartung og Jackson Pollock. Hér er sem sagt að finna allt frá strangri geometríu til tachisma, en náttúrlega enga fígúratíva list, nema ef telja skyldi mynd Dubuffets af Artaud. Margar þessara svarthvítu mynda eru enn kunnuglegar: formin hafa greypst í minn- ið, og er kannski ekki að undra því að sumar voru birtar aftur, jafn- vel nokkrum sinnum — það kostaði peninga að gera myndmótin eða klisjurnar á þessum árum. Og Birtingur situr ekki fastur í Parísarlist eftirstríðsáranna; í síðasta hefti 1968 kynnir Þórður Ben Claes Olden- burg, sem er heldur en ekki á öðrum leiðum en geometristarnir og vísar fram til strauma sem enn eru á hreyfingu. Og vissulega er líka fjallað um eldri myndlist í listasögulegu samhengi. Kynningu á nýrri erlendri myndlist, tónlist og skáldskap heldur Birtingur áfram alla tíð, og það eru oftast listamenn sem kynna lista- menn: auk allra þeirra erlendu málara sem Hörður kynnir skrifar Hjörleifur Sigurðsson um Kandinsky, Sigurjón Ólafsson og Snorra Arinbjarnar; Leifur Þórarinsson skrifar um Schönberg, Atli Heimir um Stockhausen og Magnús Blöndal Jóhannsson. Skáldin sem þýtt er eftir eru módernistar umfram allt: St. John Perse, Salvatore Quasi- modo, Nelly Sachs, Évtúsénkó, auk margra annarra, Tékka, Ítala og fleiri þjóða. Eldri skáld koma líka við sögu: Rimbaud, Majakovskí, Cendrars, Pound og Lorca. Dæmigert er að frá Norðurlöndum eru ljóð eftir finnsku módernistana Gunnar Björling, Elmer Diktonius og Edith Södergran, frá Svíþjóð Harry Martinsson, Erik Lindegren. Margt þýða ritstjórarnir sjálfir, en einnig eldri og yngri skáld, og svo birta þeir mikið af nýjum íslenskum ljóðum, ekki síst Einar Bragi og Jón Óskar, en einnig eru ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, Snorra Hjartarson, Jón úr Vör, Stefán Hörð Grímsson, Matthías Johannes- sen, Sigurð A. Magnússon, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Jón frá Pálm- holti, Jóhann Hjálmarsson, Þóru Elfu Björnsson, Þorstein frá Hamri, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Sigurð Pálsson og fleiri. Aðrir birta smá- sögur og leikrit, og mikið er af bókmenntagagnrýni, viðtölum við rithöfunda og kynningu á nýjum bókum. Þar fer langmest fyrir skorinorðum skrifum Einars Braga. Ekki lét Birtingur leiklist eða kvikmyndalist fram hjá sér fara. Margir lögðu þar hönd á plóg, en drýgstur var Thor Vilhjálmsson, víðskyggn og skarpur í framsetningu, ósjaldan hæðinn, en einnig má nefna greinar Sigurðar Jóns Ólafssonar um Eisenstein og Bunuel og Geirs Kristjánssonar um O’Neill og Brecht.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.