Són - 01.01.2005, Page 163

Són - 01.01.2005, Page 163
UM BIRTING 163 Þessi nafnaþula er orðin alltof löng, og þó er hún mjög langt frá því að vera tæmandi. Þessari grein var ekki ætlað að verða registur við Birting, þótt slík ritsmíð gæti verið gagnleg (efnisskrá um fyrsta áratuginn kom reyndar út 1965). Birtingur var gluggi út í heiminn, en hann var líka rammíslenskt tímarit sem birti og kynnti það sem nýjast og ferskast var í íslenskri list, deildi á það sem Birtingsmönnum þótti lélegt eða úrelt og lét sig einnig íslensk þjóðmál, stjórnmál og menningu varða. Hann var á vinstri vængnum, í andófi við vestrænan kapítalisma og heimsveldi Ameríku, en þó enginn aðdáandi Sovétríkjanna. Birtingur var ekki í neinum skot- grafahernaði og birti og viðurkenndi margt úr list manna, íslenskra og erlendra, sem ekki voru á vinstri kantinum. Birtingsmenn aðhylltust andlegt og listrænt frelsi, en það var af skornum skammti austantjalds sem kunnugt er. Hafi einhverjir lesendur Birtings haft glýju í augum yfir lífinu í löndum kommúnismans mun Áttundi dagur vikunnar eftir Marek Hlasko í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar hafa ráðið bót á því. Í einu heftinu hundskammar Einar Bragi Hannes Sigfússon fyrir dólga- marxisma í grein um bókmenntir, sem birst hafði í Tímariti Máls og menningar, en í sama hefti skrifar svo Hannes um Hendur og orð Sigfús- ar Daðasonar, og er þar sannarlega enginn dólgamarxismi á ferð. Þetta er dæmigert fyrir umræðuna í Birtingi: hún er hvöss og heiðarleg, og laus við viðleitni til að draga úr ágreiningi ritstjóranna um einstök mál þegar upp koma — samanber fræga deilu Thors við þá hina um umbrotsaðferðir Dieters Rot — en þeir halda áfram að vinna saman, sáttir um meginatriði og umfram allt brennandi í andanum að vekja þjóð sína. Hvert skipti sem Birtings var von beið maður spenntur eftir „Syrpu“ Thors Vilhjálmssonar: hvar skyldi hann bera niður næst? Thor fer þar sem vígahnöttur um svið íslenskrar menningar og þjóðlífs, leiftrandi fyndinn og mælskur, hæðinn, óvæginn og stundum ósanngjarn, en langoftast uppbyggilegur í ádeilunni. Hann er heift- úðugur yfir þröngsýni, smáborgaraskap og öðrum heimóttarskap, harðvítugur í pólitískri ádeilu, en líka hrifinn, jafnvel upphafinn yfir því sem vel er gert og honum þykir til heilla horfa. Sumt af þessu er orðið dálítið fjarlægt: hver skyldi nú hafa verið sá formaður útvarps- ráðs sem eitt árið verður illilega fyrir barðinu á Thor? Það er nú gleymt eins og fleiri nöfn. Ég býst við að flesta þá bókmenntastrauma sem léku um Birting hefði maður komist í tæri við, þótt hans hefði ekki notið við, aðeins dálítið seinna. En á sviði sjónmennta, erlendra og íslenskra, fyllti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.