Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 7

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Síða 7
5 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 háskólastigsins, einkum í ljósi yfirstandandi fjármálakreppu í landinu. Hann kallast á við pistil Atla Harðarsonar í síðasta tölublaði um framhaldsskólann. Sex fræðilegar, ritrýndar greinar eru á íslensku og ein á ensku. Það minnir á að ritið tekur greinar til birtingar á hvoru málinu sem er. Jafnframt eru rannsóknaraðferðir fjölbreyttar. Ársæll Már Arnarsson og Þóroddur Bjarnason frá H.A. gera grein fyrir niðurstöðum alþjóðlegrar spurningalistakönnunar á einelti þar sem fram kemur að það er fátíðara í íslenskum skólum en í mörgum öðrum löndum. Ennfremur að varasamt er að draga fljótfærnislegar ályktanir um einkenni gerenda og þolenda því að staða þeirra tengist meðal annars samskiptum við fjölskyldu og vini. Guðríður Adda Ragnarsdóttir frá Atferlisgreiningu og kennsluráðgjöf fjallar um kennslu eins nemanda með leshömlun þar sem beitt er beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun. Hún kallar það rannsókn og könnun. Kristín Bjarnadóttir frá Menntavísindasviði H.Í. beitir sögugreiningu til að færa rök fyrir þeirri tilgátu sinni að tilteknar stjórnsýsluákvarðanir hér á landi hafi valdið stöðnun í þróun stærðfræðimenntunar á tímabilinu 1929-1966 og jafnframt meiri væntingum til nýstærðfræðinnar, sem síðar kom fram, en forsendur reyndust fyrir. Margir tónmenntakennarar hafa átt erfitt með að skilgreina sig bæði sem kennara og tónlistarmenn og þeim hefur þótt vinnuaðstaða sín í skólum erfið. Kristín Valsdóttir frá Listaháskólanum ræddi við níu farsæla tónmenntakennara í grunnskólum um það hvernig þeim tækist að sameina þessi tvö hlutverk með sterkri fagvitund og metnaði í starfi. Það er ótrúlega mikil innbyrðis samsvörun í afstöðu þeirra til kennslufræði tónmennta. Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson frá Menntavísindasviði H.Í. skýra frá niðurstöðum úr viðtalsrannsókn þar sem náttúrufræðikennarar lýsa því hvernig þeir nota upplýsinga- og samskiptatækni. Hér ræður starfskenning hvers og eins mestu, þótt aðstæður á hverjum stað móti jafnframt framkvæmdina. Samúel Lefever, einnig frá Menntavísindasviði. H.Í., gefur yfirlit yfir nýlegar rannsóknir á enskukennslu í grunnskólum hér á landi með tilliti til kennslu- og námsmatsaðferða og hvort þær samræmist Aðalnámskrá grunnskóla. Niðurstöðurnar sýna að töluvert vanti upp á að sú heildstæða, nemendamiðaða kennsla sem Aðalnámskrá gerir ráð fyrir og sem leggur áherslu á tjáskiptahæfni nemenda á ensku sé nýtt í kennslunni. Í staðinn er byggt að mestu á bókmiðaðri kennslu, ekki síst í eldri bekkjunum. Manni fallast hendur við að sjá þessa niðurstöðu um kennsluaðferðir á unglingastigi grunnskólans eina ferðina enn. Sigríður Síta Pétursdóttir frá Fræðslusviði Kópavogs gerir grein fyrir viðtalsrannsókn á viðhorfum leikskólakennara til umhyggju í skólastarfi. Niðurstaðan er sú að kennararnir í tveimur leikskólum töldu umhyggju Að leita svara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.