Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 125

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Side 125
123 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Breytingar á uppeldissýn í leikskóla um grunnskóla nr. 91/2008). The regulations call for changes in standardized assessment at the compulsory level and the present form of school-leaving exams has been discarded. Many language experts such as Little (2003) feel that current forms of standardized testing largely serve to prevent needed reform in language teaching and assessment. So it is likely that these changes will have far-reaching implications. What effect will they have on the development of language assessment at the compulsory level? Will teachers and school leaders use the opportunity to reexamine school assessment practices from top to bottom? Will the changes entice schools to implement learner-centered assessment methods which will, in turn, have an influence on teaching methods? In any case, the new regulations provide teachers and school leaders with a unique and exciting opportunity to reform the traditional teaching and assessment practices that have characterized the teaching of English in Icelandic schools far too long. Ágrip á íslensku Fylgja kennarar Aðalnámskrá í enskukennslu? Samantekt á niðurstöðum nýlegra rannsókna á enskukennslu í grunnskólum á Íslandi Í þessari grein er fjallað um nýlegar rannsóknir á enskukennslu á grunnskólastigi á Íslandi. Niðurstöður þeirra eru greindar með hliðsjón af nýjum straumum í tungumálakennslu og markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Leitað var svara við spurningunum: Hvaða kennslu- og námsmatsaðferðir • eru algengastar í enskukennslu á grunnskólastigi á Íslandi? Eru kennsluhættir og matsaðferðir í • enskukennslu í samræmi við markmið Aðalnámskrár grunnskóla og nýjar hugmyndir um nám og kennslu erlendra tungumála? Helstu straumar og stefnur í tungumála- kennslu síðustu áratuga byggjast á kenningum um tjáskiptamiðaða tungumálakennslu. Hér er átt við kennsluaðferðir þar sem „meginmarkmið er að nemendur öðlist tjáskiptahæfni (e. communi- cative competence) á markmálinu, að tungumál og tjáskipti verði ekki aðskilin og að tungumál lærist með því að það sé notað til tjáskipta“ (Auður Hauksdóttir, 2007, bls. 169-170). Tjáskiptahæfni felur í sér að nemandinn viti hvað er við hæfi við mismunandi aðstæður og geti notað málið í raunverulegum samskiptum. Í tungumálanámi er áhersla lögð á fjóra færniþætti: lestur, hlustun, talað mál og ritun, sem tvinnast þó saman í eina heild. Einnig eru undirstöðuþættir, eins og málfræði, orðaforði og skilningur á menningu, mikilvægir í tungumálanámi vegna þess að á þeim byggist skilningur og geta til að tjá sig munnlega og skriflega á málinu (Leaver, Ehrman og Shekhtman, 2005). Markmið aðalnámskrár grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla í erlendum tungu- málum (2007) er byggð á kenningum um tjáskiptamiðaða tungumálakennslu. Kennsla í undirstöðuþáttunum skal vera ofin saman við færniþættina fjóra á heildstæðan hátt. Aðalnámskráin leggur einnig áherslu á mikil- vægi þess að tungumálanámið hafi merkingu fyrir nemendur og tengist áhugasviði þeirra og daglegu lífi. Námið á að vera hvetjandi og veita þeim tækifæri til að heyra og nota ensku til samskipta og fróðleiks. Annað markmið tungumálanáms er að auka víðsýni og skilning nemenda á siðum og lifnaðaháttum fólks á öðrum málsvæðum og auka umburðarlyndi þeirra. Námskráin fjallar einnig um mikilvægi þess að nemendur tileinki sér markvissar námsaðferðir, sjálfstæð vinnubrögð og læri að skipuleggja og meta eigin framfarir. Aðalnámskráin skilgreinir lokamarkmið enskunáms í grunnskóla og námsmarkmið fyrir hvert námsstig: 1.−4. bekk, 5.−7. bekk og 8.−10. bekk. Hún leggur áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir og viðfangsefni sem heppileg eru til að hvetja og virkja nemendur til enskunotkunar, t.d. notkunar söngva, leikja, hlutverkaleikja, Internets og tölvuforrita, þemavinnu, samþættingar enskukennslu við aðrar námsgreinar, para- og hópavinnu (Aðalnámskrá grunnskóla, Erlend tungumál,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.