Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 4
4
mannanefnd um Landsdóm, sem Atli Gíslason þingmaður Vinstrihreyfing-
ar innar – græns framboðs fór fyrir, hafi aðeins einn lagt til ákæru á hendur
Geir.1 Á grundvelli þess meðal annars hélt Kristrún Heimisdóttir, fyrrver-
andi aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar,
því fram í Silfri Egils 11. mars síðastliðinn að Alþingi hefði misbeitt ákæru-
valdi sínu með mjög alvarlegum hætti.2
Er hægt að draga einhverja ályktun af þessu um eðli og inntak Lands-
dóms? Er hægt að draga einhverja ályktun af þessu um stjórnmálalegt og
siðferðilegt ástand þjóðarinnar? Eða varpar þetta ef til vill einhverju ljósi á
hlutverk réttarhalda í nútímasamfélagi? Er Landsdómur einhvers konar
leiksýning sem valdakerfið setur upp til að friðþægja fyrir brot sín gegn al-
menningi? Felst í honum einhvers konar hreinsun fyrir samfélagið eða
þjóðarsálina – geðhreinsun? Í þýddri grein eftir þýska menningarsagn-
fræðinginn Norbert Elias, sem birt er aftast í þessu hefti, er því haldið
fram að aftökur, galdrabrennur og einnig ýmiss konar aðrar opinberar en
tilefnislausar pyntingar á mönnum og dýrum hafi haft það hlutverk að
veita hvatalífi mannsins útrás, svo sem árásarhneigðinni og grimmdinni.3
Getur verið að í Lands dómi birtist tjáning hvatalífsins, hinna einföldu en
sterku tilfinninga sem enn bærast með mannfólkinu en fá sjaldnast útrás
meðal siðmenntaðra þjóða nema á táknrænan hátt? Hin hörðu viðbrögð
við höfnun Landsdóms á beiðni Ríkisútvarpsins um að fá að sýna beint frá
réttarhaldinu mætti skoða í þessu samhengi. Elias talar einmitt um að seint
á átjándu öld megi sjá hvernig augað verði líkt og eyrað – og mögulega enn
fremur en það – að miðli nautnarinnar í hinu siðmenntaða þjóðfélagi. Með
höfnun sinni var Landsdómur þannig að hefta útrás þeirra hvata sem þing-
heimur – ákærandinn – ætlaði hugsanlega réttarhaldinu að veita.
Sé það rétt að krafan um Landsdóm hafi orðið öllu öðru yfirsterkari, þá
er það til marks um að þingmenn hafi talið nauðsynlegt eða heppilegt –
hugsanlega í pólitískum tilgangi – að veita hvatalífi landsmanna útrás.
Auðvitað verður að hafa í huga að fjórir af sex ákæruliðum voru taldir
1 Jón Ólafsson hefur einnig bent á að við atkvæðagreiðsluna á Alþingi 28. sept-
ember 2010, þegar ákveðið var að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra, hafi
sú þversagnarkennda niðurstaða orðið að kosturinn sem fæstir vildu var valinn:
http://www.jonolafs.bifrost.is/2012/01/21/landsdomur-og-%C3%BEversagnir-
ly%C3%B0r%C3%A6%C3%B0isins/ [sótt 16. mars 2012].
2 Sjá Silfur Egils, Ríkissjónvarpinu 11. mars 2012: http://www.ruv.is/sarpurinn/
flokkar/silfur-egils [sótt 16. mars 2012].
3 Norbert Elias, „Af árásargirninni og umbreytingum hennar“, Ritið 1/2012, bls.
161–181.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR OG ÞRöSTUR HELGASON