Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 23
23
anna til viðurkenningar hefur orðið að laga sig að evrópumiðuðum við-
miðum um menningargildi,52 eins og endurspeglaðist í deilum um sýn-
inguna í Tívolí árið 1905.
Sem raunverulegur-og-ímyndaður-staður eða speglunarflötur hefur
Ísland verið millibil (e. buffer zone) á mörkum Evrópu og „hins“, og landið
því í fleiri en einum skilningi jaðar eða á milli staða. Ofan á bætist óttinn
við að láta tengja sig villimennsku en ástæða hans er að fyrr á öldum var
Ísland sett í samband við hið náttúrulega, ósiðmenntaða og villta. Herzfeld
notar Grikkland sem dæmi, en samlíkingin við Ísland er augljós: „Það er
ekki bara í Grikklandi sem elítan hefur alið á djúpstæðum ótta íbúanna
við að láta tengja sig um of við óljósa skilgreiningu á villimönnum.“53
Sumarliði Ísleifsson hefur endurtekið bent á fyrri alda staðsetningu Íslands
sem „Hellas Norðursins“54 og á grundvelli kenningar Herzfelds er enn hægt
að bera saman hugmyndir um Ísland og Grikkland. Á undanförnum áratug-
um hefur þó komið fram nýtt viðhorf sem er jákvæðara, ekki bara gagn-
vart hinu ósiðmenntaða heldur einnig til þess að markaðsnýta stöðuna sem
speglunarflöt. Í grein sinni „The Wild Wild North: The Narrative Cultures
of Image Construction in Media and Everyday Life“ fjallar Kristinn Schram
þjóðfræðingur um nýja tilhneigingu til að leggja áherslu á hið upprunalega
og frumstæða í kynningarefni með því að sýna „þá sem virðast ekki hafa að
fullu tekið skrefið inn í nútímann“.55 Kristinn lítur á þetta sem aðferð til að
markaðssetja Ísland sem stað á mörkum hins hnattræna, og til að aðgreina
það frá fjöldanum. Hann notar enska orðið „tactic“ til að undirstrika að
þetta sé meðvitað markaðsbragð og með ráðum gert.56
Valdamynstur að baki kerfis þar sem tiltekin lönd fá stöðu dul-lendu
52 Michael Herzfeld, „The Absent Presence: Discourses of Crypto-Colonialism“, bls.
904.
53 Sama heimild, bls. 902. Á frummálinu: „Greece is certainly not the only country
in which elites cultivated among the citizenry a deep fear of becoming too closely
identified with some vague category of barbarians.“
54 Sjá t.d. Sumarliði Ísleifsson, „Icelandic National images in the 19th and 20th Cen-
turies“: http://www.inor.is/index.php?m=N&id=M_SUMARLGR1&type=&auth
or=&category=&cid=SUMARLGR1 [sótt 8. janúar 2012].
55 Sjá Kristinn Schram, „The Wild Wild North: The Narrative Cultures of Image
Construction in Media and Everyday Life”, Images of the North: Histories – Identi-
ties – Ideas, ritstj. Sverrir Jakobsson et al, Amsterdam/New York. Studia Imagologica
14, 2009, bls. 257. Í greininni hljómar þetta þannig: „those who apparently have
not fully crossed the treshold to modernity.“
56 Kristinn Schram, „The Wild Wild North: The Narrative Cultures of Image Con-
struction in Media and Everyday Life“, bls. 249–260, hér bls. 259.
ÍSLAND SEM RýMI ANNARLEIKANS