Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 24
24
byggir í það minnsta á þremur ámóta virkum hugmyndum um tíma, í
fyrsta lagi framfaraviðmiði sem byggir á stigskipan fortíðar og nútíðar, í
öðru lagi hugmyndum um stirðnuð samfélög þar sem fortíðin hefur tekið
sér búsetu í nútímanum og í þriðja lagi jákvæðu mati dul-lendunnar á
fornri siðmenningu sem áhersla er lögð á, bæði inn á við og út á við, sem
samkvæmt Herzfelt getur í raun komið í veg fyrir miðlæga og valdamikla
stöðu í heiminum: „Það að þau [fornu menningarsamfélögin] teygðu sig
inn í nútímann ógnaði ekki í sjálfu sér sjálfsmynd „Evrópu“, þau virtust
ekki á nokkurn hátt „raunverulega nútímaleg“.“57 Á bókasýningunni eru
náttúra og bókmenntir ofnar saman og birtast sem fyrirbæri utan sögu-
legs tíma og staðar og þannig er brotist út úr ramma tímans. Í grein
um bókasýninguna í þýska dagblaðinu Die Welt var einnig komið inn á
þetta. Þar yfirfærir höfundurinn einkenni náttúruaflanna á íslenskar bók-
menntir: „Ekki bara stórbrotin náttúran, jöklarnir og goshverirnir eru
eilífir, heldur er látið að því liggja að bókmenntirnar séu einnig hafnar
yfir tímann og duttlunga hans.“58 Í framhaldi af kenningu minni um að
náttúruöflin og menningin renni saman í almennri kynningu bókamess-
unnar á Íslandi, tel ég að hér eigi sér stað nafnhvörf með hliðrun milli
þátta, sem í þessu samhengi eru tengdir. Tengingin við hið upprunalega
og eilífðarsjónarmiðið veitir einstakt tækifæri til að markaðssetja landið
með jákvæðu viðhorfi til fortíðararfsins: menningin rennur saman við og
skilyrðist af náttúrunni.59 Þannig er líka hægt að sneiða hjá hugmyndinni
um tvenndarpörun hugtaka. Það er ekki bara í myndunum á heimasíð-
57 Michael Herzfeld, „The Absent Presence. Discourses of Crypto-Colonialism“, bls.
912. Á frummálinu: „As such, their [ancient civilizations’] extension into modern
times did not pose as great a potential threat to the self-constitution of ‚Europe‘;
they seemed unambiguously and emphatically not ‚really modern.‘“
58 Richard Kämmerlings, „Im Lesemodus“, Die Welt 15. október 2011: http://www.
welt.de/print/die_welt/kultur/article13657898/Szenen-einer-Buchmesse.html
[sótt 20. janúar 2012]. Á frummálinu: „Nicht nur die ebenfalls präsentierte gran-
diose Natur, die Gletscher und Geysire, ist ewig, auch die Literatur soll der Zeit
und ihren Aufregungen enthoben sein.“
59 Oslund færir rök fyrir almennri 19. aldar hugmynd um að gerð landslagsins
endurspegli sögu landsins/þjóðarinnar. Eldfjöll og jöklar tengjast eiginleikum
þjóðarinnar, svo sem sjálfstæði og æðruleysi. Sjá Karen Oslund, „Imagining Ice-
land: narratives of nature and history in the North Atlantic“, The British Journal
for the History of Science (3/2002), vol. 35, Cambridge: Cambridge University Press,
bls. 313–334, hér bls. 323. Þetta sjónarmið á margt sameiginlegt með náttúru- og
menningarsýn þeirri sem kemur fram í umfjöllun Oscars Geismar um Gunnar
Gunnarsson.
ANN-SOFIE NIELSEN GREMAUD