Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 32

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 32
32 Slíkir postulínsplattar með mynd og áletrun sem upprunnir voru í dönskum postulínsverksmiðjum höfðu þegar hér var komið sögu notið vaxandi vinsælda á Íslandi. Þetta átti ekki síst við um svokallaða jólaplatta en allt frá árinu 1895 hafa nýir slíkir verið settir á markað fyrir hver jól undir merkjum Bing & Grøndahl. Á árunum 1928–1930 voru jafnframt framleiddir slíkir plattar hjá fyrirtækinu með íslensku myndefni að frum- kvæði verslunareigenda í Reykjavík.4 Auk jólaplatta var algengt að láta útbúa postulínsplatta til minningar um stærri og minni viðburði og hefur einhverjum í hinni opinberu undirbúningsnefnd þótt tilhlýðilegt að láta útbúa slíkan fyrir Alþingishátíðina. Samkvæmt Speglinum höfðu gagnrýnendur tiltækisins algerlega mis- skilið áform undirbúningsnefndarinnar. Nefndin hafði þegar sýnt það og sannað að henni var umhugað um að hátíðin yrði sem íslenskust í alla staði5 og því taldi greinarhöfundur Spegilsins það fásinnu „að halda, að svo ramm- íslensk nefnd hafi látið sjer detta í hug, að koma með svo þræl danska uppá- stungu, sem þessa“. Í meðförum Spegilsins var áformum Jónasar Jónssonar frá Hriflu og félaga í undirbúningsnefndinni snúið þannig að fyrirhug- uðum postulínsplatta var skipt út fyrir hund úr sama efni. Nefndinni var síðan þakkað fyrir þessa „ágætu uppástungu með postulínshundinn“ og hugmyndin sögð „svo fögur og þjóðleg sem frekast er kostur því þesskonar hundar hafa frá alda öðli prýtt íslensk heimili, eins og víða má sjá af forn- sögum vorum“. Var svo í greininni gerð nokkur grein fyrir birtingarmynd- um postulínshundsins í fornum íslenskum heimildum og fjallað um langa og farsæla sambúð þjóðar og postulínshunda allt frá fyrstu tíð.6 Kannski hefur þessi grein í Speglinum gert útslagið því undirbúnings- nefndin hætti við plattagerðina og ekkert varð úr því að minningarskjöldur úr postulíni yrði seldur almenningi fyrir Alþingishátíðina af hálfu opin- berra aðila. Að vísu var framleiddur postulínsskjöldur með einkennismerki hátíðarinnar sem Tryggvi Magnússon hannaði en upplag hans var mjög takmarkað og mun skjöldurinn einkum hafa verið hafður til opinberra gjafa. Á vegum einkaaðila var aftur á móti framleiddur postulínsplatti af 4 Morgunblaðið 18. nóvember 1928, bls. 3–4; Helga Skúladóttir Schopka, „Danskir plattar með íslensku efni“, Lesbók Morgunblaðsins 10. maí 1997, bls. 8–9; Halldór Halldórsson, „Íslenzku plattarnir frá Bing og Gröndahl“, Lesbók Morgunblaðsins 21. desember 1994, bls. 47. 5 Sjá t.d. umfjöllun Árna Heimis Ingólfssonar, „Hetjur styrkar standa. Þjóðhvöt Jóns Leifs og Alþingishátíðin 1930“, Saga 2/2002, bls. 167–205, einkum bls. 170–173. 6 Spegillinn 28. janúar 1928, bls. 12. ÓlAfuR RAStRick
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.