Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 35

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 35
35 Frá þessu sjónarhorni var andstaða Íslands og Evrópu á sviði bygging- arlistar jafnvel enn meira sláandi. Það fannst að minnsta kosti Guðmundi Finnbogasyni árið 1923. Hann var þá prófessor í hagnýtri sálarfræði við Háskóla Íslands og mjög áberandi í menningarumræðunni. Í samhengi þeirrar áherslu sem lögð hafði verið á samlíkingu íslenska þjóðveldisins og Grikklands til forna sem vöggu lýðræðis, bókmenntaarfs og vestrænnar menningar yfirleitt var reykvísk byggingarlist heldur tilkomulítil borin saman við Aþenu. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Íslendingar gætu „kinnroðalaust hugsað um samlíkinguna“ eftir að hafa virt fyrir sér lágreista timburhúsabyggðina í Reykjavík. „Getum vér hugsað oss naprara háð“, spurði hann borgarbúa sem safnast höfðu saman við Alþingishúsið í tilefni hátíðarhaldanna á fimm ára afmæli fullveldisins, 1. desember 1923, „en að bera Reykjavík nú saman við Aþenuborg Periklesar?“13 Þótt Guðmundur mæti handritin að verðleikum fór um hann ónotakennd vegna ófullkom- leika íslenskrar menningar. Tilfinningin spratt af samanburðinum við fyr- irmyndirnar, hinar svokölluðu „menningarþjóðir“ sem oft var vísað til, og birtist í þessu tilviki í Aþenu á gullöld sinni. Viðbrögð íslenskra menntamanna við þessum „menningarhalla“ voru af ýmsum toga. Til dæmis gerðist Guðmundur talsmaður þess að reist yrði háborg á Skólavörðuholtinu til að leiðrétta þetta sögulega misvægi eða misræmi milli glæsileika fornbókmenntanna og kotlegrar ásýndar höf- uðstaðarins. Honum hafði enda verið tjáð af þeim sem komið höfðu til Aþenu að útsýnið af Skólavörðuholtinu væri síst lakara en af Akrópólishæð og skoraði á samlanda sína að bregðast við sögulegri köllun sinni: „Reisum [háborgina] sem fyrst. Stefnum því þangað sem best er í íslenskum huga og höndum og sjáum hve langt það nær. Reisum háborgina sem tákn og minnisvarða sannarlegs sjálfstæðis sem á upptök sín og aðalbrunn í manns- sálunum og hvergi annarstaðar.“14 Aðrir fóru þá leið að benda á nauðsyn frekari rannsókna á íslenskri menningarsögu. Á árunum í kringum 1930 kvað sagnfræðingurinn Þorkell Jóhannesson (stundum kenndur við Fjall) það bráðnauðsynlegt að ráðast þá þegar í nákvæmar rannsóknir bæði á íslenskri listasögu og sögu alþýðu- menningar. Ólíkt Guðmundi stóð hann í þeirri trú að menningarhallinn 13 Lögrjetta 3. desember 1923, bls. 2. 14 Lögrjetta 3. desember 1923, bls. 2. Sjá einnig Ólafur Rastrick, „The Acropolis of Icelandic Culture“, Citizenships and Identities: Inclusion, Exclusion, Participation, ritstj. Ann Katherine Isaacs, Pisa: Edizioni Plus, Pisa University Press, 2010, bls. 77–80. POSTULÍNSHUNDAR OG GLöTUÐ MEISTARAVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.