Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 37

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 37
37 jafnframarlega öðrum þjóðum að listfengi.“17 Með rannsóknum sínum höfðu Matthías og Fett varpað ljósi á sögu íslenskrar myndlistar og þar með gefið til kynna að eyðurnar væru til marks um skort á þekkingu frem- ur en menningu. Rannsóknirnar taldi Bjarni sýna að eyðurnar í íslenskri menningarsögu (sem í þessu tilviki birtust í skorti á sögulegu samhengi íslenskrar myndlistar) ættu ekki rætur að rekja til þess að Íslendingar fyrri alda hefðu ekki verið myndlistarmenn á heimsmælikvarða heldur til þess að rannsóknum á þessum arfi hefði ekki verið sinnt sem skyldi. Hér var því kallað eftir auknum rannsóknum til að vinna mætti enn frekar á menn- ingarhallanum. Samhengið sem rannsóknir Matthíasar og Fetts höfðu leitt í ljós var þannig vitnisburður um þann „óslitna þráð“18 sem Sigurður Nordal sagði stuttu síðar binda saman menningarsögu Íslendinga allt frá fyrstu öldum byggðar. Samfélagslegt hlutverk lista og menningararfs Áhuginn á því að lögð yrði meiri rækt við rannsóknir á íslenskri lista- og menningarsögu tengist jafnframt ákveðnu viðhorfi eða sýn á félags- legt hlutverk sem samfélagsrýnar á borð við Bjarna Jónsson og Þorkel Jóhannesson mörkuðu fyrir listir og menningu. Í grein þess síðarnefnda frá árinu 1929 sagði hann hlutverk lista ekki síst vera „að glæða fegurðarvit manna, smekkvísi og ást á því sem fagurt er“. Almenningur þyrfti að hafa greiðan aðgang að fegurðinni í formi listaverka til þess að geta hafist upp á æðra menningarstig. Það þyrfti því að hlúa að íslenskri listsköpun og um leið rannsaka og miðla þekkingu á íslenskum menningararfi eða á því besta sem íslenska þjóðin hefur skapað í þúsund ára sögu sinni. Sinnuleysi um menningarlega arfleifð þjóðarinnar hefði leitt til þess að hversdagsmenn- ingu almennings hefði hnignað. „Allt of lengi“, skrifaði Þorkell, „hefir alþýða þessa lands farið á mis við fegurð í list. Híbýlaprýði hefir verið næsta fágæt. Góðar fyrirmyndir hefir vantað. Oss Íslendinga hefir hreint 17 Alþingistíðindi 1922 B, d. 143. Auk rits Matthíasar Þórðarsonar, Íslenskir listamenn (Reykjavík: Listvinafélag Íslands, 1920), vísaði Bjarni til rita norska listasögufræð- ingsins og síðar ríkisskjalavarðar Harrys Fett sem hafði opnað augu manna fyrir ís- lenskri málaralist fyrri tíðar (En islandsk tegnebog fra middelalderen, Kristjanía: Jakob Dybwad, 1910; Miniatyrer fra islandske haandskrifter, Bergen: Bergens Museum, 1910). 18 Sigurður Nordal, „Samhengið í íslenzkum bókmenntum. Inngangur að Íslenzkri lestrarbók“, Samhengi og samtíð I, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1996, bls. 15–38, hér bls. 35. POSTULÍNSHUNDAR OG GLöTUÐ MEISTARAVERK
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.