Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 42
42
hennar í augum fagurkera. Þannig mætti segja að fágæti hinna „skringilegu
dýr[a]“ úr dönsku postulíni hafi haft eitthvað að segja um vinsældir þeirra
meðal „fínni“ íbúa Parísarborgar og tiltölulega hátt gengi þess menningar-
auðs sem fólst í postulínshundum undir lok nítjándu aldar. Á hinn bóginn
geti menningarlegt verðgildi vörunnar hrunið ef framboð á henni eykst,
svo sem til að svara aukinni eftirspurn hjá þjóðfélagshópum sem menn-
ingarelítan vill aðgreina sig frá. Þannig stuðli almennar vinsældir vöru að
því að eyða gildi hennar í hugum fagurkeranna og jafnvel snúa táknrænni
merkingu hennar í andhverfu sína. Því má segja að aukin útbreiðsla postu-
línshunda á heimilum íslensks alþýðufólks á þriðja áratugnum hafi valdið
gengisfalli þeirra á meðal menningarelítunnar. Hundakynið sem var næsta
fátítt á íslenskum heimilum fyrir aldamótin 1900 var á þriðja áratugnum
svo útbreitt að það varð að tákni um almennan menningarskort og smekk-
leysi. Greinarhöfundi Alþýðublaðsins, sem áður er vitnað til, fannst það að
minnsta kosti liggja í augum uppi árið 1928 að postulínshundar væru varn-
ingur af því tagi sem er „mentuðum mönnum til hneykslunar og hugar-
angurs og þeim til augnatáls er skortir skilyrði til að sjá skömmina“.33
Í umræðunni runnu hinir fagurfræðilegu ágallar postulínshunds-
ins saman við erlendan uppruna hans. Það gerði postulínshunda að
hentugri andhverfu íslenskrar menningar og siðmenningar almennt.
Postulínshundurinn var bæði púkalegur og danskur og því ákjósanlegur
„fulltrúi“ hjálenduherranna. Viðbrögðin, sem vísað var til í upphafi þess-
arar greinar, við áætlunum undirbúningsnefndar Alþingishátíðarinnar um
útgáfu postulínsplatta til minningar um hátíðina byggðu á þessari tilvísun.
Rétt eins og nefndin hafði hafnað uppástungu Jóns Leifs um að fá þýska
sinfóníuhljómsveit til að flytja verk á hátíðinni – með þeim rökum að það
væri ótækt að láta þýska hljómsveit sjá um tónlistarflutning á hátíð sem ætti
fyrst og fremst að vera til vitnis um menningarlegt sjálfstæði Íslendinga –
þótti þegar á reyndi í hæsta máta ófýsilegt að láta framleiða minnismerki
hátíðarinnar úr dönsku postulíni. Raunar var mikið magn postulíns fram-
leitt fyrir tilstuðlan undirbúningsnefndarinnar í tilefni hátíðarinnar þó
að upphafleg áform um minningarplatta hafi verið lögð til hliðar. Matar-
og kaffistell úr postulíni með merki Alþingishátíðarinnar og umgjörð úr
höfðaletri fól þó af einhverjum sökum ekki í sér sömu þversögnina í hugum
manna eins og opinber Alþingishátíðarplatti eða „þjóðlegir“ postulíns-
hundar. Kannski nægðu þessi tákn, með hraunmyndað „víkingaskipið“ af
33 Þengill Eiríksson, „Íslenskur heimilisiðnaður“, bls. 2.
ÓlAfuR RAStRick