Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 42

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 42
42 hennar í augum fagurkera. Þannig mætti segja að fágæti hinna „skringilegu dýr[a]“ úr dönsku postulíni hafi haft eitthvað að segja um vinsældir þeirra meðal „fínni“ íbúa Parísarborgar og tiltölulega hátt gengi þess menningar- auðs sem fólst í postulínshundum undir lok nítjándu aldar. Á hinn bóginn geti menningarlegt verðgildi vörunnar hrunið ef framboð á henni eykst, svo sem til að svara aukinni eftirspurn hjá þjóðfélagshópum sem menn- ingarelítan vill aðgreina sig frá. Þannig stuðli almennar vinsældir vöru að því að eyða gildi hennar í hugum fagurkeranna og jafnvel snúa táknrænni merkingu hennar í andhverfu sína. Því má segja að aukin útbreiðsla postu- línshunda á heimilum íslensks alþýðufólks á þriðja áratugnum hafi valdið gengisfalli þeirra á meðal menningarelítunnar. Hundakynið sem var næsta fátítt á íslenskum heimilum fyrir aldamótin 1900 var á þriðja áratugnum svo útbreitt að það varð að tákni um almennan menningarskort og smekk- leysi. Greinarhöfundi Alþýðublaðsins, sem áður er vitnað til, fannst það að minnsta kosti liggja í augum uppi árið 1928 að postulínshundar væru varn- ingur af því tagi sem er „mentuðum mönnum til hneykslunar og hugar- angurs og þeim til augnatáls er skortir skilyrði til að sjá skömmina“.33 Í umræðunni runnu hinir fagurfræðilegu ágallar postulínshunds- ins saman við erlendan uppruna hans. Það gerði postulínshunda að hentugri andhverfu íslenskrar menningar og siðmenningar almennt. Postulínshundurinn var bæði púkalegur og danskur og því ákjósanlegur „fulltrúi“ hjálenduherranna. Viðbrögðin, sem vísað var til í upphafi þess- arar greinar, við áætlunum undirbúningsnefndar Alþingishátíðarinnar um útgáfu postulínsplatta til minningar um hátíðina byggðu á þessari tilvísun. Rétt eins og nefndin hafði hafnað uppástungu Jóns Leifs um að fá þýska sinfóníuhljómsveit til að flytja verk á hátíðinni – með þeim rökum að það væri ótækt að láta þýska hljómsveit sjá um tónlistarflutning á hátíð sem ætti fyrst og fremst að vera til vitnis um menningarlegt sjálfstæði Íslendinga – þótti þegar á reyndi í hæsta máta ófýsilegt að láta framleiða minnismerki hátíðarinnar úr dönsku postulíni. Raunar var mikið magn postulíns fram- leitt fyrir tilstuðlan undirbúningsnefndarinnar í tilefni hátíðarinnar þó að upphafleg áform um minningarplatta hafi verið lögð til hliðar. Matar- og kaffistell úr postulíni með merki Alþingishátíðarinnar og umgjörð úr höfðaletri fól þó af einhverjum sökum ekki í sér sömu þversögnina í hugum manna eins og opinber Alþingishátíðarplatti eða „þjóðlegir“ postulíns- hundar. Kannski nægðu þessi tákn, með hraunmyndað „víkingaskipið“ af 33 Þengill Eiríksson, „Íslenskur heimilisiðnaður“, bls. 2. ÓlAfuR RAStRick
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.