Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 53
53 leyti varpar greinin ljósi á menningarpólitíska kænsku Nordals en um leið er hún tvíbent framlag til viðkvæmrar menningarumræðunnar þar sem togstreitan á milli hins gamla og nýja, innlenda og erlenda, einstaka og fjöldaframleidda, hægri og vinstri verður sífellt meiri. Í því sambandi er áhugavert að á undan greininni og fremst í heftinu birtir Sigurður ljóðið „Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson (1880–1919). Það hefur þótt óljóst hvers vegna ljóðið er fyrst birt á þessum stað, á þessari stundu. „Sorg“ orti Jóhann seint á fyrsta áratugnum og átti Sigurður frum- handrit skáldsins. Hann lét það því ekki á prent fyrr en um það bil sautján árum eftir að það var samið og átta árum eftir lát Jóhanns. Ljóðið hefur líklega verið þekkt í ákveðnum hópi manna því Jóhann flutti það á fundum íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn.9 Það kann að vera ein af ástæðum þess að birtingunni fylgir engin greinargerð en ástæðan kann einnig að vera sú að Sigurður hafi ætlast til þess að ljóðið yrði lesið í samhengi við grein sína. Ljóðið lýsir fallinni borg, gildishruni, trúleysi, lífsfirringu og glataðri fegurð. „Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!“ segir í upphafi ljóðsins: „Hvar eru þín stræti,/þínir turnar,/og ljóshafið, yndi næturinnar?“ Hannes Pétursson skáld hefur bent á þematísk og stílleg tengsl við spásögn Opinberunar Jóhannesar um fall Babýlonborgar sem er „orðin að djöfla heimkynni, og fangelsi alls konar óhreinna anda, og fangelsi alls konar óhreinna og við- bjóðslegra fugla“.10 Ekki þarf að kafa dýpra til þess að sjá að efni ljóðsins þjónar menningarpólitískum boðskap greinarinnar um öræfi og öræfinga þar sem sveitalífið er upphafið á kostnað borgarinnar. Á þessum tíma lýsti varla nokkurt íslenskt ljóð betur dekadens – hnignun ef ekki úrkynjun – borgarinnar og nútímalífsins. Í kaupbæti ber ljóðið ferskan andblæ inn í íslenska ljóðagerð – þrátt fyrir aldur sinn – með rímleysi, frjálsri hrynjandi og torræðu táknmáli. Það veitir Nordal aukið svigrúm til þess að halda fram íhaldssömum málstað því að þeim mun erfiðara er að saka mann um afturhald sem birtir þetta framsækna ljóð í tímariti sínu. Fá ljóð voru birt í Vöku. Áður aðeins eitt, „Hallfreður vandræðaskáld“ eftir Davíð Stefánsson (1895–1964) sem kom í fyrsta heftinu, ort inn í hefð nítjándu aldar sögu- ljóða. Síðar einungis þrjú frumsamin íslensk ljóð sem segja má að boði einnig nokkrar nýjungar í íslenskum kveðskap, „Söknuður“ og tvö önnur eftir Jóhann Jónsson (1896–1932). Vafasamt er að líta á valið á þessum ljóðum sem tilviljun í annars íhaldssamri ritstjórnarstefnu Vöku. 9 Eysteinn Þorvaldsson, Atómskáldin. Aðdragandi og upphaf módernisma í íslenskri ljóðagerð, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1980, bls. 45. 10 Hannes Pétursson, „Hvar eru þín stræti?“, Skírnir 1973, bls. 43–53. VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.