Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 67

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 67
67 snertir helstu ágreiningsmál íslenskrar menningarumræðu á ritunartím- anum, átökin á milli hins innlenda og erlenda, gamla og nýja, en verk- ið sýnir, eins og fyrr var getið, breytta og afgerandi afstöðu höfundar til þeirra. Og amerískur rammi utan um íslenskt innihald er að minnsta kosti ísmeygileg gagnrýni á meiri amerísk áhrif hérlendis og meiri fjöldamenn- ingu, en verkið er skrifað sumarið eftir lok stríðsins og nokkurra ára her- setu Bandaríkjamanna.50 Í ljósi þessa fær það jafnvel enn víðari og sterk- ari menningarpólitíska skírskotun að leikritið skuli sprengja utan af sér (útlenskan?!) „rammann“ í lok verks. Inn í þessa annars fremur flatneskjulegu menningarumræðu kvenfélags- fundarins kemur listakonan Jóhanna, nýstigin frá borði fyrsta skipsins sem siglir til Íslands eftir lok stríðsins. Hún staðfestir að Kolbeinn Halldórsson sé mikill listamaður en segist sjálf ekki geta málað altaristöfluna. Hún hafi einu sinni hugsað um mynd sem hefði getað orðið slíkt verk en hún hafi ekki getað málað hana. Það var mynd af „freistingunni á fjallinu“ (250) og hún lýsir henni sem eins konar mynd í mynd, hún „hefði viljað láta sjást tvennt í einu“ (250), til dæmis Rómaborg sem var í raun aðeins þorp eða eins og þegar „sólarlag í Reykjavík speglast í búðarglugga með alls konar dóti“ og það „sést hvað í öðru“ (251). Verkið sem Jóhanna lýsir kallast á við upplausn veruleikalíkingarinnar sem á sér stað síðar í leikritinu og verður þannig að eins konar frásagnarspegli, verki innan verksins sem varpar ljósi á samsetningu þess í heild.51 Í öðrum þætti ryðst Jóhanna inn um svefn- herbergisglugga Helga að næturlagi (allir listamenn í verkinu eru gestir) og er það annar slíkur frásagnarspegill. Jóhanna kemur til Helga þessa nótt til þess að vekja hann til skáldadraumsins sem hann geymir með sér (þegar Helgi sér hana fyrst í fyrsta þætti segir hann það „líkt og hann hafi vaknað af draumlausum svefni til draums“ (246)) og hún lofar að vera farin „áður en haninn galar í þriðja sinn“ (264). Hér kallast textinn á við „Lognöldur“ þar sem Agnar í lok sögu sofnaði frá skáldadraumi sínum „áður en haninn gól í þriðja sinn“. Í umræðum þeirra um skáldskapinn þessa næturstund er að finna enn einn frásagnarspegil verksins; skáldsögu sem Helgi segist ætla að skrifa um manninn, hún á að rúma allt lífið með sögu eins manns, vera 50 Sigurður Nordal, „Að leikslokum“, List og lífsskoðun I, bls. 363. 51 Sjá um frásagnarspegla í grein Jóns Karls Helgasonar, „Deiligaldur Elíasar. Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetinn skáldskap“, Ritið 3/2006, bls. 101–130, einkum bls. 107–111. Jón Karl fjallar um Uppstigningu sem „meðvitað skáldverk“ í annarri grein, „„Þú talar eins og bók, drengur“. Tilraun um meðvitaðan skáldskap“, Skírnir vor 2011, bls. 89–122. VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.