Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 69

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 69
69 stjórinn. Þeir festa öngul, sem hangir á enda snúru, í hempu séra Helga og hafa nú aftur „fullt vald á hverju spori“ hans (360). Sennilega hefði það verið of byltingarkennt fyrir Sigurð Nordal að láta höfundinn standa uppi valdalausan í lok leiks. Í verki ítalska leikskáldsins, Luigis Pirandello (1867–1936), frá árinu 1921, Sex persónur leita höfundar (Sei personaggi in cerca d’autore), er óvissan um það hver lýtur hverjum í lok verks alger. Líklegt er að Nordal sæki efnistök að einhverju leyti til þessa leikrits en það var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1926.53 En þrátt fyrir endinn er augljóst að í verkinu felst uppreisn gegn mörgum þeim viðhorfum sem Sigurður hafði haldið fram um langt árabil, þar á meðal ævisögulegu rannsóknaraðferðinni. Sjálfur staðfestir hann í leik- ritinu að uppreisnarandi aðalpersónunnar sé frá höfundinum kominn. Í eftirmála rituðum við útgáfu verksins árið 1946 kemur fram að nafni höf- undar var haldið leyndu þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi verkið haustið 1945.54 Það gefur til kynna að Sigurði hafi fundist uppreisnarand- inn í því fullmikill. Í eftirmálanum er eins og Sigurður dragi úr þessu en hann segir að sér hafi þótt fróðlegra „að þessi tilraun skyldi hvorki gjalda né njóta neins annars, sem eg hafði gert, heldur vera alveg upp á sjálfa sig komin og dæmd af sem mestu hlutleysi“.55 Sigurður hefur líklega verið sér meðvitandi um að áhorfendum myndi þykja verkið skjóta skökku við þær hugmyndir sem rithöfundurinn, fræðimaðurinn og menningarfrömuður- inn Nordal hafði fram að þessu haldið á lofti. Ritunartími Uppstigningar er hnýsilegur. Hvers vegna ákveður Nordal, einmitt á þessari stundu, að skrifa verk af þessu tagi? Hugsanlega hefur það eitthvað að segja að söguleg tímamót eru nýlega um garð gengin. Verkið endurspeglar vissulega á sinn hátt stríðslokin í maí 1945. Kannski 53 Árni Ibsen hefur bent á tengsl á milli verkanna. Sjá Árna Ibsen, „Frá stríðslokum til viðreisnarára“, Íslensk bókmenntasaga, V. b., Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 207–227, hér bls. 214. Jón Karl Helgason ræðir einnig tengslin á milli verkanna í áðurnefndri grein. Sjá Jón Karl Helgason, „„Þú talar eins og bók, drengur“. Tilraun um meðvitaðan skáldskap“, bls. 93. Hann tengir verkið einnig við önnur módernísk verk höfunda á borð við James Joyce, Thornton Wilder og Bertolt Brecht. 54 Sigurður Nordal, „Að leikslokum“, List og lífsskoðun I, bls. 363. 55 Sama heimild, bls. 363. Í Íslenskri bókmenntasögu dregur Árni Ibsen þá ályktun af eftirmálanum að leikritið hafi verið sviðsett að Sigurði fornspurðum en það er hæpið í ljósi orða hans hér að ofan. Að auki kemur fram í klausu sem Árni vitnar til að Sigurður ræddi einstök atriði í verkinu við tvo leikara Leikfélagsins, Lárus Pálsson og Arndísi Björnsdóttur. Samráð og einhver samvinna hefur því átt sér stað á milli leikskálds og leikhúss. VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.