Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 72
72
um aldarinnar. Útgefendur voru, auk Sigurðar, Ágúst H. Bjarnason (1875–
1952), brautryðjandi á sviði íslenskrar sálfræði og prófessor í þeirri grein
við Háskóla Íslands, Árni Pálsson (1897–1970), ritstjóri Skírnis, Ásgeir
Ásgeirsson (1894–1972), þingmaður Framsóknarflokksins og síðar forseti
Íslands, Guðmundur Finnbogason (1873–1944), landsbókavörður, fyrrum
prófessor í hagnýtri sálfræði við Háskóla Íslands, heimspekingur og ritstjóri
Skírnis með hléum frá 1905 til 1943, Jón Sigurðsson (1886–1957), skrif-
stofustjóri Alþingis og þýðandi, Ólafur Lárusson (1885–1961), prófessor í
lögum við Háskóla Íslands, og Páll Ísólfsson (1893–1974) tónskáld.
Fyrsta greinin í Vöku, „Sjálfstæði Íslands“ eftir Ágúst H. Bjarnason, er
eins konar stefnuyfirlýsing. Af henni má ætla að Vökumenn líti á sig sem
pólitíska arftaka Jóns Sigurðssonar (1811–1879) forseta en í byrjun henn-
ar er vitnað ítarlega í grein hans, „Hugvekju til Íslendinga“, sem birtist í
Félagsritunum 1848 og hún sögð „langmerkasta og afdrifaríkasta stjórn-
málaritgjörðin, er samin hefir verið á íslenzka tungu, enda kom hún oss
Íslendingum í fullan skilning um afstöðu vora til Dana og hefir afmarkað
stjórnmálaferil vorn gagnvart þeim allt til þessa og jafnvel lengra fram“.61
Stefnan er að „sýna heiminum og sanna“ fyrir árið 1962 „að vér höfum
ekki einungis verið þess megnugir að vinna allt það aftur, sem vér misstum
1262 og 1662, heldur hitt, sem er miklu meira virði og vænlegra til fram-
búðar, að vér líka séum orðnir fjárhagslega sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu landi,
sem sé ekki upp á neitt eða neina komin“.62 Ætlun tímaritsins var að vekja
þjóðina til vitundar um málstað sinn en það átti að berast inn á hvert heim-
ili landsins enda er undirtitill þess Tímarit handa Íslendingum.
Réttum aldarfjórðungi síðar var tímaritið Vaki. Tímarit um menn-
ingarmál stofnað af fjórum ungum mönnum, Þorkeli Grímssyni (1929–
2010), fornleifafræðingi, en hann var jafnframt ábyrgðarmaður, Wolfgang
Edelstein (f. 1929), sem um þetta leyti stundaði bókmenntanám í París en
sneri sér seinna að félags- og kennslufræði, Þorvarði Helgasyni (f. 1930),
rithöfundi, og Herði Ágústssyni (1922–2005), myndlistarmanni. Þrír hinir
fyrstnefndu voru liðlega tvítugir en Hörður stóð á þrítugu, nýkominn
heim úr myndlistarnámi í París. Samsetning hópsins er allt önnur en hjá
Vökumönnum. Hann er sprottinn úr grasrótinni en Nordal og félagar
voru allir gildir limir á stofni íslensks menningarlífs. Eigi að síður tengir
titillinn ritið við Vöku. Hann kann að gefa til kynna að fjórmenningarnir
61 Ágúst Bjarnason, „Sjálfstæði Íslands“, Vaka 1/1927, bls. 1–18, hér bls. 1.
62 Sama heimild, bls. 17.
ÞRöStuR HelGASoN