Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 73
73
líti á rit sitt sem einhvers konar arftaka hennar, rétt eins og Vökumenn ætt-
færðu sig til Félagsritanna og Jóns Sigurðssonar. Þetta er þó tvíbent. Þótt
nöfnin séu af sama stofni eru þau ólíkrar merkingar. Hugtakið „vaki“ er
líffræðilegt nýyrði og hefur vísindalegan blæ yfir sér, til dæmis í samsetn-
ingum eins og aflvaki eða segulvaki. Orðið merkir eitthvað sem vekur eða
örvar. Með því gefa fjórmenningarnir í skyn að þeir vilji verða vaki ein-
hvers nýs, koma hlutunum á hreyfingu. Í því felst andstaða við íhaldssemi
Vökumanna sem töldu mikilvægara að vaka yfir arfleifðinni og verja hana
fyrir ásókn hins nýja.
Þetta kemur skýrt fram í „Inngangi“ fyrsta (eða fyrra) tölublaðs Vaka
sem skrifaður er í nafni ritstjórnar og hefst á rökstuðningi fyrir þessari
yfirlýsingu: „við erum ekki lengur einangruð þjóð“.63 Vakamenn vilja
sækja fastar á erlend mið og „skapa ný verðmæti“ en þeir vilja engu kasta
á glæ af því sem þjóðin á, nýsköpunin á sér enda stað „þá er koma saman
erlend áhrif og íslenzkur kjarni“ eins og segir í lokaorðum inngangsins.64
Í uppreisn Vaka felst því, eins og sjá má, einnig upprisa sumra þeirra við-
horfa sem Sigurður Nordal boðaði í Vöku. Orðfæri inngangsins skírskotar
mjög til orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar, talað er um „varðveislu“ á „hinum
íslenzka arfi“, „menningarerfðir“, mikilvægi tungunnar, þjóðina sem
hristi af sér „bönd einangrunar og ófrelsis“ og þjóðerniskenndin er köll-
uð „aflvakinn í sjálfstæðisbaráttunni“. Inngangshöfundar sjá reyndar fyrir
sér nýja sjálfstæðisbaráttu þar eð Íslendingar hafi verið settir undir vernd
erlends ríkis og þeim þokað „nauðugum viljugum í áttina að miðdepli
átakanna“ í heiminum.65 Í þessari nýju sjálfstæðisbaráttu verði það eina
sem geti borið hróður þjóðarinnar menning hennar, „fólgin í andlegum
verðmætum, hinum íslenzka arfi“.66 Andstætt henni og hættulegt er sífellt
aukið streymi erlendrar lágmenningar. Gagnrýni á hana eiga Vakamenn
jafnframt sameiginlega með Nordal,67 en á fimmta og sjötta áratugnum
má sjá sífellt þyngri róður gegn áhrifum fjöldamenningar á Íslandi, eins
og raunar víðar í Evrópu, hann er til dæmis eitt af grunnstefjunum í rit-
stjórnarstefnu tímaritanna tveggja sem bæði hétu Birtingur (stofnuð 1953
63 „Inngangur“, Vaki 1/1952, bls. 2–5, hér bls. 2.
64 Sama heimild, bls. 5.
65 Sama heimild, bls. 3.
66 Sama heimild, sama stað.
67 Gagnrýni á lágmenninguna má raunar rekja alla leið aftur til Schillers. Sjá Þröst
Ásmundsson, „Inngangur“, Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 44.
VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN