Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 73

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 73
73 líti á rit sitt sem einhvers konar arftaka hennar, rétt eins og Vökumenn ætt- færðu sig til Félagsritanna og Jóns Sigurðssonar. Þetta er þó tvíbent. Þótt nöfnin séu af sama stofni eru þau ólíkrar merkingar. Hugtakið „vaki“ er líffræðilegt nýyrði og hefur vísindalegan blæ yfir sér, til dæmis í samsetn- ingum eins og aflvaki eða segulvaki. Orðið merkir eitthvað sem vekur eða örvar. Með því gefa fjórmenningarnir í skyn að þeir vilji verða vaki ein- hvers nýs, koma hlutunum á hreyfingu. Í því felst andstaða við íhaldssemi Vökumanna sem töldu mikilvægara að vaka yfir arfleifðinni og verja hana fyrir ásókn hins nýja. Þetta kemur skýrt fram í „Inngangi“ fyrsta (eða fyrra) tölublaðs Vaka sem skrifaður er í nafni ritstjórnar og hefst á rökstuðningi fyrir þessari yfirlýsingu: „við erum ekki lengur einangruð þjóð“.63 Vakamenn vilja sækja fastar á erlend mið og „skapa ný verðmæti“ en þeir vilja engu kasta á glæ af því sem þjóðin á, nýsköpunin á sér enda stað „þá er koma saman erlend áhrif og íslenzkur kjarni“ eins og segir í lokaorðum inngangsins.64 Í uppreisn Vaka felst því, eins og sjá má, einnig upprisa sumra þeirra við- horfa sem Sigurður Nordal boðaði í Vöku. Orðfæri inngangsins skírskotar mjög til orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar, talað er um „varðveislu“ á „hinum íslenzka arfi“, „menningarerfðir“, mikilvægi tungunnar, þjóðina sem hristi af sér „bönd einangrunar og ófrelsis“ og þjóðerniskenndin er köll- uð „aflvakinn í sjálfstæðisbaráttunni“. Inngangshöfundar sjá reyndar fyrir sér nýja sjálfstæðisbaráttu þar eð Íslendingar hafi verið settir undir vernd erlends ríkis og þeim þokað „nauðugum viljugum í áttina að miðdepli átakanna“ í heiminum.65 Í þessari nýju sjálfstæðisbaráttu verði það eina sem geti borið hróður þjóðarinnar menning hennar, „fólgin í andlegum verðmætum, hinum íslenzka arfi“.66 Andstætt henni og hættulegt er sífellt aukið streymi erlendrar lágmenningar. Gagnrýni á hana eiga Vakamenn jafnframt sameiginlega með Nordal,67 en á fimmta og sjötta áratugnum má sjá sífellt þyngri róður gegn áhrifum fjöldamenningar á Íslandi, eins og raunar víðar í Evrópu, hann er til dæmis eitt af grunnstefjunum í rit- stjórnarstefnu tímaritanna tveggja sem bæði hétu Birtingur (stofnuð 1953 63 „Inngangur“, Vaki 1/1952, bls. 2–5, hér bls. 2. 64 Sama heimild, bls. 5. 65 Sama heimild, bls. 3. 66 Sama heimild, sama stað. 67 Gagnrýni á lágmenninguna má raunar rekja alla leið aftur til Schillers. Sjá Þröst Ásmundsson, „Inngangur“, Um fagurfræðilegt uppeldi mannsins, bls. 44. VAKA OG VAKI , UPPRISA OG UPPREISN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.