Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 76
76
Jón Óskar (1921–1998), eitt atómskáldanna, þýðir ljóð eftir Paul Éluard
(1895–1952) og skrifar stutta grein um skáldið. Í heftinu er að finna hressi-
legt viðtal við Svavar Guðnason (1909–1988) sem þá var rúmlega fertugur
en Hörður Ágústsson kallar „eldri málara“. Svavar lýsir þar yfir stuðningi
við „yngri málara“ þótt hann sé gagnrýninn á strangflatarmálverkið og um
þjóðlegu listina vitnar hann í danska abstraktmálarann Giersing: „Góð list
er alltaf þjóðleg; – vísvitandi þjóðleg list er alltaf slæm.“77 Hörður skrifar
síðan einnig athyglisverða grein um listsýningar veturinn 1952 til 1953
sem hann segir hringja „til nýrrar lotu í íslenzkri myndlist“ og fylgir þeim
orðum eftir með yfirlýsingu sem nær vel andrúmsloftinu sem Vaki sprettur
úr og önnur tímarit af svipuðum toga, svo sem Birtingur:
Þrátt fyrir illa stjórn, er látið hefur landið undan fótum okkar, þrátt
fyrir gullæði af þeim sökum, þrátt fyrir blótsyrðin í munni hálf-yfir-
gefinna götubarna, þrátt fyrir fulla söluskála af glingri og dóti, þrátt
fyrir siðleysi borgarmenningar, þrátt fyrir óhemju smekklausa byggð
og ekki sízt, þrátt fyrir óendanlega erfið skilyrði listalífs eru nýir og
ljósir tímar að renna upp yfir íslenzka myndlist. Það sem undarlegra
er: andspænis svörtum múr mótstreymis og afskiptaleysis eru full-
trúar hins nýja tíma bjartsýnir, ef til vill eru brjóst þeirra fyllri af
trú á framtíðina en fyrirrennara þeirra. Þeir trúa á manninn, á hinn
óskemmda, dugmikla mann er vinnur að ummyndun jarðarinnar til
bættra skilyrða og betra hælis, ekki sízt þann er næst þeim hrærist í
hinu afskræmda hreysi: íslenzkri formrækt. Þeir vita að undir hinu
ryðbrennda yfirborði er þjóðarmálmurinn, þykkur og heill.78
Hér er komið inn á mörg einkenni þess nútíma sem mótaði stefnu og
efni menningarlega róttækra tímarita sem stofnað var til í byrjun sjötta
áratugarins hér á landi, svo sem hina nýju sjálfstæðisbaráttu og kalt stríð,
neysluhyggju og aðra fylgifiska ört vaxandi borgarsamfélags, smekklausa
atómskáldin fóru að láta til sín taka í umræðunni. Þar hafi þó Steinn Steinarr einnig
átt hlut að máli en hann flutti framsöguræðu á seinni umræðufundi Stúdentafélags
Reykjavíkur um atómskáldskap í mars 1952. Sjá Eystein Þorvaldsson, Atómskáldin,
bls. 181–182 og 169–171.
77 H[örður] Á[gústsson], „Samtal við Svavar Guðnason“, Vaki 1/1953, bls. 15–21, hér
bls. 20–21.
78 Hörður Ágússon, „Listsýningar veturinn 1952–3“, Vaki 1/1953, bls. 55–61, hér bls.
55.
ÞRöStuR HelGASoN