Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 82

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 82
82 á sjónarsviðið á Íslandi sem marki „með einum eða öðrum hætti „upp- haf samtíma okkar““.94 Ástráður Eysteinsson leggur einnig áherslu á að ákveðin umskipti hafi orðið í íslensku bókmenntalífi upp úr stríði – eink- um í ljóð listinni – og þar hafi aukin þýðingastarfsemi ekki síst skipt máli.95 Eins og Ástráður bendir á var íslenskur módernismi í gerjun alveg fram til loka sjöunda áratugarins. Á aldarfjórðungsskeiði eftir seinna stríð má segja að nútíminn ryðji sér leið inn í íslenska menningu af fullum þunga. Ú T D R Á T T U R Vaka og Vaki, upprisa og uppreisn – „svo náskyld orð“ Sigurður Nordal og módernisminn Árið 1927 stofnaði hópur borgaralegra menntamanna tímaritið Vöku sem hafði það að markmiði að vekja þjóðina til vitundar um málstað sinn í sjálfstæðisbaráttunni. Flestir í þessum hópi voru áhrifamenn í samfélaginu en mest áberandi var Sigurður Nordal sem talaði fyrir þjóðernislega íhaldssamri menningarstefnu í tímaritinu. Réttum aldarfjórðungi seinna stofnuðu fjórir ungir menn móderníska tímaritið Vaka sem var eins konar andsvar við menningarstefnu Nordals. Í greininni er ólík og að vissu leyti þversagnarkennd virkni þessara tímarita í íslensku menningarlífi skoðuð, meðal annars í ljósi hugtakanna „upprisa“ og „uppreisn“ sem Nordal sagði svo ná- skyld. Í lok hennar er sett fram sú tilgáta að hin þjóðernislega íhaldssemi sé ástæða þess að módernismi átti ekki upp á pallborðið á Íslandi fyrr en eftir lýðveldisstofnun 1944. Lykilorð: tímarit, Vaka, Vaki, Sigurður Nordal, módernismi A B S T R A C T Vaka and Vaki, resurrection and insurrection – „words of a kind“ Sigurður Nordal and modernism In 1927 a group of bourgeois intellectuals founded the magazine Vaka, whose objec- tive was to strengthen its readers’ awareness of Iceland’s cause in the struggle for independence. The most prominent figure in the group was Sigurður Nordal, a professor of literature at the University of Iceland who promoted nationalistic views in the magazine. Twenty-five years later the little magazine Vaki was established by 94 Sjá Jón Karl Helgason, „„Þú talar eins og bók, drengur“. Tilraun um meðvitaðan skáldskap“, bls. 116–118, einkum bls. 118. 95 Sjá Ástráð Eysteinsson, „Icelandic Modernism“, Modernism, 2. b., bls. 869–872. ÞRöStuR HelGASoN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.