Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 82
82
á sjónarsviðið á Íslandi sem marki „með einum eða öðrum hætti „upp-
haf samtíma okkar““.94 Ástráður Eysteinsson leggur einnig áherslu á að
ákveðin umskipti hafi orðið í íslensku bókmenntalífi upp úr stríði – eink-
um í ljóð listinni – og þar hafi aukin þýðingastarfsemi ekki síst skipt máli.95
Eins og Ástráður bendir á var íslenskur módernismi í gerjun alveg fram til
loka sjöunda áratugarins. Á aldarfjórðungsskeiði eftir seinna stríð má segja
að nútíminn ryðji sér leið inn í íslenska menningu af fullum þunga.
Ú T D R Á T T U R
Vaka og Vaki, upprisa og uppreisn – „svo náskyld orð“
Sigurður Nordal og módernisminn
Árið 1927 stofnaði hópur borgaralegra menntamanna tímaritið Vöku sem hafði það
að markmiði að vekja þjóðina til vitundar um málstað sinn í sjálfstæðisbaráttunni.
Flestir í þessum hópi voru áhrifamenn í samfélaginu en mest áberandi var Sigurður
Nordal sem talaði fyrir þjóðernislega íhaldssamri menningarstefnu í tímaritinu.
Réttum aldarfjórðungi seinna stofnuðu fjórir ungir menn móderníska tímaritið Vaka
sem var eins konar andsvar við menningarstefnu Nordals. Í greininni er ólík og að
vissu leyti þversagnarkennd virkni þessara tímarita í íslensku menningarlífi skoðuð,
meðal annars í ljósi hugtakanna „upprisa“ og „uppreisn“ sem Nordal sagði svo ná-
skyld. Í lok hennar er sett fram sú tilgáta að hin þjóðernislega íhaldssemi sé ástæða
þess að módernismi átti ekki upp á pallborðið á Íslandi fyrr en eftir lýðveldisstofnun
1944.
Lykilorð: tímarit, Vaka, Vaki, Sigurður Nordal, módernismi
A B S T R A C T
Vaka and Vaki, resurrection and insurrection – „words of a kind“
Sigurður Nordal and modernism
In 1927 a group of bourgeois intellectuals founded the magazine Vaka, whose objec-
tive was to strengthen its readers’ awareness of Iceland’s cause in the struggle for
independence. The most prominent figure in the group was Sigurður Nordal, a
professor of literature at the University of Iceland who promoted nationalistic views
in the magazine. Twenty-five years later the little magazine Vaki was established by
94 Sjá Jón Karl Helgason, „„Þú talar eins og bók, drengur“. Tilraun um meðvitaðan
skáldskap“, bls. 116–118, einkum bls. 118.
95 Sjá Ástráð Eysteinsson, „Icelandic Modernism“, Modernism, 2. b., bls. 869–872.
ÞRöStuR HelGASoN