Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 117

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 117
117 þó ekki á prenti!). „Daufur“ er orðið sem hvað mest er notað um Pál í text- anum sjálfum og í gegnum næstum því allar 1250 blaðsíður þríleiksins skín í gegn skilningsleysi hans á þeim atburðum sem hann upplifir. Hann er vitni að einhverjum umbrotamestu tímum í Íslandssögunni en sjálfur finn- ur hann lengst af fyrir getuleysi, tómleika og doða. Það er eins og hann sé viðstaddur en þó ekki enda segist hann hafa „skynjað styrjaldarárin líkt og [hann] væri í draumkynjuðu ástandi“.6 Í textanum er þessu merkilega ástandi Páls líkt við gangvirki í brjósti hans sem „tifi miklu hægara en áður [...]. Og þegar ég reyni að draga það upp eins og klukku, þá finn ég tóm eymsli og sárindi.“7 Frá því ég las þríleikinn í fyrsta sinn hef ég mikið velt fyrir mér af hverju höfundur hafi skapað svo daufa og óvirka, jafnvel „leiðinlega“, aðal- persónu í þessu mikla verki og ætlast til að lesendur samsami sig henni. Markmið mitt í þessari grein er því að nálgast þríleik Ólafs Jóhanns, og aðalpersónu hans á nýjan hátt með því að greina persónuleika Páls í ljósi þeirra sögulegu atburða sem eiga sér stað í kringum hann. Ég tel líklegt að sú lömun sem einkennir Pál sé tákn um tráma og að endurminningaformið sé tilraun til að horfast í augu við trámatíska atburði síðari heimsstyrjaldar og nútímavæðingar á Íslandi.8 Minnistexti – trámatexti Skáldsögurnar þrjár eru skrifaðar í formi endurminninga. Það er Páll eldri sem situr við skriftir og lítur til baka, til tímabils djúpstæðra breytinga í lífi sínu og þjóðarinnar allrar, sem hann verður vitni að rúmlega tvítugur. Páll elst upp á Djúpafirði hjá ömmu sinni en þegar hún deyr flytur hann eins og svo margir aðrir á mölina. Hann ætlar sér í nám en lýkur aldrei prófi. 6 Ólafur Jóhann Sigurðsson, Seiður og hélog: úr fórum blaðamanns, Reykjavík: Mál og menning, 1982 [1977], bls. 183. Hér eftir verður vísað til þessa verks í meginmáli með skammstöfuninni SH og blaðsíðutali innan sviga. 7 Ólafur Jóhann Sigurðsson, Gangvirkið: Æfintýri blaðamanns, Reykjavík: Heims- kringla, 1955, bls. 166–167. Hér eftir verður vísað til þessa verks í meginmáli með skammstöfuninni G og blaðsíðutali innan sviga. 8 Um tráma í íslenskum bókmenntum hafa skrifað Gunnþórunn Guðmundsdótt- ir, „Tregðan í frásögninni: yfir Ebrofljótið“, Rúnir: greinasafn um skáldskap og fræðastörf Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Bókmennta- stofnun Háskóla Íslands, 2010, bls. 129–141; Dagný Kristjánsdóttir, „Sár: um stríð, trámu og salamöndrur“, sama rit, bls. 17–30; Alda Björk Valdimarsdóttir, „Vera Hertzsch: Dæmisögur um siðferði skálds“, Skírnir vor/2007, bls. 36–60. HRINGSÓL UM DULINN KJARNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.