Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 117
117
þó ekki á prenti!). „Daufur“ er orðið sem hvað mest er notað um Pál í text-
anum sjálfum og í gegnum næstum því allar 1250 blaðsíður þríleiksins skín
í gegn skilningsleysi hans á þeim atburðum sem hann upplifir. Hann er
vitni að einhverjum umbrotamestu tímum í Íslandssögunni en sjálfur finn-
ur hann lengst af fyrir getuleysi, tómleika og doða. Það er eins og hann
sé viðstaddur en þó ekki enda segist hann hafa „skynjað styrjaldarárin líkt
og [hann] væri í draumkynjuðu ástandi“.6 Í textanum er þessu merkilega
ástandi Páls líkt við gangvirki í brjósti hans sem „tifi miklu hægara en áður
[...]. Og þegar ég reyni að draga það upp eins og klukku, þá finn ég tóm
eymsli og sárindi.“7
Frá því ég las þríleikinn í fyrsta sinn hef ég mikið velt fyrir mér af
hverju höfundur hafi skapað svo daufa og óvirka, jafnvel „leiðinlega“, aðal-
persónu í þessu mikla verki og ætlast til að lesendur samsami sig henni.
Markmið mitt í þessari grein er því að nálgast þríleik Ólafs Jóhanns, og
aðalpersónu hans á nýjan hátt með því að greina persónuleika Páls í ljósi
þeirra sögulegu atburða sem eiga sér stað í kringum hann. Ég tel líklegt að
sú lömun sem einkennir Pál sé tákn um tráma og að endurminningaformið
sé tilraun til að horfast í augu við trámatíska atburði síðari heimsstyrjaldar
og nútímavæðingar á Íslandi.8
Minnistexti – trámatexti
Skáldsögurnar þrjár eru skrifaðar í formi endurminninga. Það er Páll eldri
sem situr við skriftir og lítur til baka, til tímabils djúpstæðra breytinga í lífi
sínu og þjóðarinnar allrar, sem hann verður vitni að rúmlega tvítugur. Páll
elst upp á Djúpafirði hjá ömmu sinni en þegar hún deyr flytur hann eins
og svo margir aðrir á mölina. Hann ætlar sér í nám en lýkur aldrei prófi.
6 Ólafur Jóhann Sigurðsson, Seiður og hélog: úr fórum blaðamanns, Reykjavík: Mál og
menning, 1982 [1977], bls. 183. Hér eftir verður vísað til þessa verks í meginmáli
með skammstöfuninni SH og blaðsíðutali innan sviga.
7 Ólafur Jóhann Sigurðsson, Gangvirkið: Æfintýri blaðamanns, Reykjavík: Heims-
kringla, 1955, bls. 166–167. Hér eftir verður vísað til þessa verks í meginmáli með
skammstöfuninni G og blaðsíðutali innan sviga.
8 Um tráma í íslenskum bókmenntum hafa skrifað Gunnþórunn Guðmundsdótt-
ir, „Tregðan í frásögninni: yfir Ebrofljótið“, Rúnir: greinasafn um skáldskap og
fræðastörf Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Bókmennta-
stofnun Háskóla Íslands, 2010, bls. 129–141; Dagný Kristjánsdóttir, „Sár: um stríð,
trámu og salamöndrur“, sama rit, bls. 17–30; Alda Björk Valdimarsdóttir, „Vera
Hertzsch: Dæmisögur um siðferði skálds“, Skírnir vor/2007, bls. 36–60.
HRINGSÓL UM DULINN KJARNA