Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 126

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 126
126 móður sinnar og ömmu. Þær eru eins konar brú til fortíðarinnar enda leitar hann í þær til að skynja sjálfan sig sem heilsteyptari persónu, glöggva sig á sjálfum sér og fá leiðbeiningar um hvernig hann eigi að fóta sig í líf- inu. Amma hans var „góð kona“ (G 105) og móðir hans var þekkt fyrir „brjóstgæði og líknsemd“ (DS 285). Þetta er enn mikilvægara þar sem Páll veit ekki hver faðir hans er eða var. Páll upplifir sig af þessum ástæðum sem ófullkomna manneskju og lítur til fortíðarinnar til að bæta úr því; bæði til að komast að því hver faðir hans var en líka til að sækja þangað siðferðilega handleiðslu. Þessar myndir af nánustu ættingjum Páls eru í raun eins konar leifar fortíðarinnar í nútímanum sem vekja vonir um að ættartengsl og sameiginlegar minningar myndi samhengi. Þessi minninga- arfur birtist aðallega í tungumálinu. Páll skrifar og talar það sem hann kallar „mál ömmu minnar“ (SH 35) og lifir eftir spakmælum hennar og fyrir það gera hinar persónurnar í sögunni óspart grín að honum. Steindór segir til dæmis: „Af hverju þarftu að tala eins og úrelt reglugerð?“ (SH 143), og vinnuveitandi hans, Valþór, kallar Pál „rarítet“ (DS 55). Annette Kuhn hefur bent á að sameiginlegar minningar safnist saman og flytjist frá einni kynslóð til annarrar einmitt með formúlum, spakmælum, klisjum og þess háttar.29 Vandamálið er að þessi menningararfur gerir Pál að tíma- skekkju, „nítjándu aldar góssi“, eins og Steindór kallar hann oftar en einu sinni, og virðist dýpka tilfinningu hans fyrir því tímarofi sem hefur orðið, í stað þess að bæta úr því. Myndir sínar geymir Páll í kommóðunni sem hann erfir eftir ömmu sína. En þar geymir hann líka „blöðin þau arna“, endurminningar sínar. Kommóðan virðist vera eins konar tákn fyrir minnið, enda hvers konar ílát algeng myndhverfing fyrir það.30 Minningar hans og endurminningar eru því órjúfanlega tengdar ömmu hans og má af því draga þá ályktun að textinn sé knúinn áfram af þrá eftir móðurinni, þrá eftir öruggum stað þar sem hann getur aftur upplifað sig sem heilan. En eitt af því sem nýja kvenfélagsklukkan kemur honum í skilning um þegar hann er ennþá ungur strákur er að „eitt sinn hlyti [amma hans] að deyja … Þegar hún væri dáin ætti ég veslingurinn öngvan að …“ (G 9). Að öllu samanlögðu virðist sem Páll þjáist í senn af sambandsleysi í nútímanum og of miklu minni. 29 „A Journey through Memory“, bls. 194. 30 „Introduction: Contested Pasts“, bls. 11. dAiSy NeijmANN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.