Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 126
126
móður sinnar og ömmu. Þær eru eins konar brú til fortíðarinnar enda
leitar hann í þær til að skynja sjálfan sig sem heilsteyptari persónu, glöggva
sig á sjálfum sér og fá leiðbeiningar um hvernig hann eigi að fóta sig í líf-
inu. Amma hans var „góð kona“ (G 105) og móðir hans var þekkt fyrir
„brjóstgæði og líknsemd“ (DS 285). Þetta er enn mikilvægara þar sem Páll
veit ekki hver faðir hans er eða var. Páll upplifir sig af þessum ástæðum
sem ófullkomna manneskju og lítur til fortíðarinnar til að bæta úr því;
bæði til að komast að því hver faðir hans var en líka til að sækja þangað
siðferðilega handleiðslu. Þessar myndir af nánustu ættingjum Páls eru í
raun eins konar leifar fortíðarinnar í nútímanum sem vekja vonir um að
ættartengsl og sameiginlegar minningar myndi samhengi. Þessi minninga-
arfur birtist aðallega í tungumálinu. Páll skrifar og talar það sem hann
kallar „mál ömmu minnar“ (SH 35) og lifir eftir spakmælum hennar og
fyrir það gera hinar persónurnar í sögunni óspart grín að honum. Steindór
segir til dæmis: „Af hverju þarftu að tala eins og úrelt reglugerð?“ (SH
143), og vinnuveitandi hans, Valþór, kallar Pál „rarítet“ (DS 55). Annette
Kuhn hefur bent á að sameiginlegar minningar safnist saman og flytjist frá
einni kynslóð til annarrar einmitt með formúlum, spakmælum, klisjum og
þess háttar.29 Vandamálið er að þessi menningararfur gerir Pál að tíma-
skekkju, „nítjándu aldar góssi“, eins og Steindór kallar hann oftar en einu
sinni, og virðist dýpka tilfinningu hans fyrir því tímarofi sem hefur orðið,
í stað þess að bæta úr því.
Myndir sínar geymir Páll í kommóðunni sem hann erfir eftir ömmu
sína. En þar geymir hann líka „blöðin þau arna“, endurminningar sínar.
Kommóðan virðist vera eins konar tákn fyrir minnið, enda hvers konar
ílát algeng myndhverfing fyrir það.30 Minningar hans og endurminningar
eru því órjúfanlega tengdar ömmu hans og má af því draga þá ályktun að
textinn sé knúinn áfram af þrá eftir móðurinni, þrá eftir öruggum stað
þar sem hann getur aftur upplifað sig sem heilan. En eitt af því sem nýja
kvenfélagsklukkan kemur honum í skilning um þegar hann er ennþá ungur
strákur er að „eitt sinn hlyti [amma hans] að deyja … Þegar hún væri dáin
ætti ég veslingurinn öngvan að …“ (G 9). Að öllu samanlögðu virðist sem
Páll þjáist í senn af sambandsleysi í nútímanum og of miklu minni.
29 „A Journey through Memory“, bls. 194.
30 „Introduction: Contested Pasts“, bls. 11.
dAiSy NeijmANN