Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 135

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 135
135 hefur birt nokkur kvæði eftir hann verður sögumanni til dæmis að orði: „Það var stríð úti í heimi, en Aron Eilífs naut barnslegrar og hjartnæmrar gleði“ (G 195). Í lok fyrsta bindis, þegar stríðið kemur loksins til Íslands í mynd her- náms, skrifar sögumaður: „Enn í dag verður mér svo órótt innanbrjósts, þegar ég reyni að rifja upp fyrir mér atburði þessa vormorguns 1940, að ég get ekki sagt skipulega frá þeim“ (G 315). Í næstu tveimur bindum verður Páll svo vitni að því hvernig það upphaflega áfall sem landsmennirnir urðu fyrir með hernáminu breytist í hagsýnni afstöðu og einn á eftir öðrum falla þeir fyrir þeirri freistingu að græða á hersetunni, þótt með mismunandi hætti sé. Næstum því allar aukapersónurnar í þríleiknum hafa einhvers konar viðskipti við herinn eða nýta sér ástandið á einn eða annan hátt, „éta úr lófa herguðsins –“ (SH 215). Það ævarandi hlutleysi sem Ísland hafði lýst yfir í mótmælum sínum gegn hernáminu varðveitist aðeins hjá örfáum persónum, þar á meðal Páli. En jafnvel hlutleysi verður tvírætt í eðli sínu þegar um styrjöld er að ræða, ekki síst frá sjónarmiði þeirra sem fengu ekki að standa hjá, enda hefur í samhengi síðari heimsstyrjaldarinnar stundum verið fjallað um „hjásetuheilkennið“ (e. the bystander syndrome).42 Eins og Regula Ludi hefur lýst í sambandi við Sviss getur hlutleysi haft siðspillandi áhrif: „a business-as-usual attitude hafði yfirhöndina. Þessi hugsunarháttur gerði forkólfa í pólitík og viðskiptum ónæma á hinar siðferðilegu afleið- ingar eigin gjörða.“43 Sektarkenndin er tákn þess að Páll gerir sér grein fyrir þessari siðferðilegu vafasömu afstöðu hlutleysis sem er sjaldnast raun- verulegt hlutleysi. Það sem er merkilegt er að þetta sjónarmið kemur enn skýrar fram í persónu Steindórs sem er annars ekki þekktur fyrir réttsýni, en hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Páli: Hvað heldur þú að þessi lúsbitna þjóð hafi rakað saman miklum gróða í fyrra og í hittiðfyrra? Hvað heldur þú að margar miljónir hafi safnazt fyrir í bönkunum síðan um áramót? Svo eru viðkvæmar 42 Wulf Kansteiner, „Losing the War, Winning the Memory Battle. The Legacy of Nazism, World War II, and the Holocaust in the Federal Republic of Germany“, The Politics of Memory in Postwar Europe, ritstj. Richard Ned Lebow, Wulf Kan- steiner og Claudio Fogu, Durham/London: Duke University Press, 2006, bls. 111. 43 Regula Ludi, „What is so special about Switzerland? Wartime Memory as a National Ideology in the Cold War Era“, The Politics of Memory in Postwar Europe, ritstj. Richard Ned Lebow, Wulf Kansteiner og Claudio Fogu, Durham/London: Duke University Press, 2006, bls. 237. HRINGSÓL UM DULINN KJARNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.