Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 146

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 146
146 Þegar segir frá Pétri er stokkið á milli nútíðar- og fortíðarsviðs og þótt frásögnin sé líka brotin upp með öðru móti myndar hún tvo nokkuð samfellda þræði, annars vegar ferðalag Péturs frá borginni þar til hann hverfur á vit geðveikinnar og hins vegar ævisögu hans í grófum dráttum frá bernsku til fullorðinsára. Á milli þessara frásagnarþráða er þó um 20 ára eyða; í ævisögu Péturs vantar kaflann frá tvítugu til um það bil fertugs. Frásagnaraðferðin í köflunum sem segja frá Pétri er afar sérstök sökum fjölbreytilegrar notkunar fornafna og annarra orða sem vísa til aðalpersón- unnar en í stað þess að vísa til Péturs með nafni hans eða persónufornafni (hann) er ýmist sagt maður, týndur maður, lítill drengur, drengur, lítill maður eða ungur maður, allt eftir því á hvaða æviskeiði Pétur er þegar þar er komið sögu. Þar að auki beinir sögumaður orðum sínum beint til Péturs í nokkrum köflum í síðari hluta bókarinnar og notar þá fornafnið þú. Á óræða sögusviðinu kallast á ýmsar raddir, textinn er brotakenndur og uppruni hans óljós en að minnsta kosti ein af röddunum sem þar hljóma tilheyrir þó Pétri. Í fyrsta kafla bókarinnar er nefnist „Ég í öllum föllum eintölu“ talar sögupersónan Pétur til höfundar síns og leggur áherslu á að 1. persónu fornafnið ég vísi til hans sjálfs: „Mundu að ég er aðalpersóna: ég. Verk þitt stendur og fellur með mér. Hvað værir þú án mín?“ (9) Í loka- kaflanum, sem ber heitið „Ákall“, birtast nokkrir textabútar sem óljóst er hvort runnir eru frá einum mælanda eða mörgum. Þeir kallast á við upp- hafskaflann og líklegt má telja að einhverja þeirra eða alla megi rekja til Péturs. Þar á meðal er texti í 1. persónu fleirtölu, í formi eins konar ákalls eða bænar: „Gefðu okkur meiri kynhvöt, því sú sem við höfum nægir okkur ekki. Gefðu okkur töflur til að örva kynhvötina, auka kynorkuna, svo við getum sparað svefntöflurnar þar til ellin hefir tekið af okkur kynþörfina fyrir fullt og allt.“ (197) Þannig má færa haldbær rök fyrir því að vísað sé til sömu persónunnar, Péturs, með 1. persónu fornöfnum eintölu og fleirtölu, 2. og 3. persónu fornöfnum auk nokkurra nafnliða og orðsins maður sem getur bæði verið í hlutverki nafnorðs og óákveðins fornafns. Fjölradda frásagnir þar sem svo fjölbreytileg fornöfn eru notuð um sömu persónu eru mun fágætari en frásagnir þar sem einungis er skipt milli 1. og 3. persónu. Sem dæmi um þær síðarnefndu mætti nefna ýmsar skáldsögur Thors Vilhjálmssonar, þar á meðal Turnleikhúsið (1979); L’Amant (1984) eftir Marguerite Duras, Rán (2008) eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, Jójó (2011). Erlend dæmi um skáldverk þar sem flakkað ÁStA kRiStíN BeNediktSdÓttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.