Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 149

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 149
149 hvernig hugsanir hins unga Péturs og frásögn sögumanns sameinast og skilin þar á milli verða óljós: Drengur þekkir enga vonda menn, nema stundum finnst honum pabbi vera vondur við mömmu. Afi er í rauninni aldrei vondur við ömmu, ekki í alvöru. Og drengur veit að pabbi er ekki vondur. Pabbi hefir úrslitaorð um rétt og rangt, illt og gott, ljótt og fallegt. Þessvegna hlýtur pabbi að vera góður. (62) Mörk frásagnaflokkanna í líkani Richardsons eru ekki afgerandi heldur fljótandi því líkanið gerir ráð fyrir frásögnum á jöðrunum. 2. persónu frásagnir eru til dæmis afar ólíkar innbyrðis – rétt eins og 1. og 3. persónu frásagnir – en geta legið nálægt jöðrum 1. persónu eða 3. persónu frásagna. Richardson staðsetur maður-frásagnir – það er frásagnir þar sem fornafnið maður vísar til aðalpersónunnar – á mörkum 2. og 3. persónu frásagna og með svipuðum hætti liggja við-frásagnir á mörkum 1. og 3. persónu frásagna. Fludernik segir maður-frásagnir hafa marga sömu eiginleika og 2. persónu frásagnir og stundum sé óljóst til hvers þær vísa. Maður kemur ósjaldan fyrir í frjálsri óbeinni ræðu þar sem óákveðnin hylur ábyrgð sögu- persónunnar eða sýnir tregðu hennar til að horfast í augu við gerðir sínar og tilfinningar.18 Ágætt dæmi um maður-frásögn er smásagan „Maður uppi í staur“ úr smásagnasafni Jakobínu, Púnktur á skökkum stað (1964). Sagan er eintal sögupersónu sem á erfitt með að sýna samfélagslega ábyrgð: Nú, maður á ekki að láta þetta snerta sig þegar maður þekkir ekk- ert til fólksins. Það er bara taugaveiklun. Hvernig ætli fólk fari að í öðrum löndum, þar sem alltaf er verið að berjast og drepa fólk? En það fólk hlýtur nú að vera eitthvað öðruvísi en við. Eða − ? Jæja, manni kemur það ekkert við, – það er þeirra mál. – Og hvað gæti maður líka gert? Konur, börn og gamalmenni hafa verið sprengd í tætlur, brennd, skotin. – – Uss, ekki hugsa um það. Maður gæti ekk- ert gert hvort eð er.19 18 Monika Fludernik, Towards a ‘Natural’ Narratology, London og New York: Rout- ledge, 1996, bls. 232–234. 19 Jakobína Sigurðardóttir, Púnktur á skökkum stað, Reykjavík: Heimskringla, 1964, bls. 135. „FORM OG STÍLL öRÐUGT VIÐFANGS“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.