Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 175

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Side 175
175 hann í varðhaldi á leið til Parísar, eins og „stigamann og morð- ingja“, þar sem hann er ákærður fyrir að falsa innsigli. Aftur á hann í útistöðum við embættismann í Compiègne, hann er pyntaður til að játa sök sína, hindraður í að áfrýja og dæmdur, honum er veitt uppreisn æru og hann dæmdur á ný þar til slóð þessarar mannveru hverfur úr skjölunum.24 Þetta er eitt af óteljandi dæmum. Annað dæmi sem hér má nefna eru hinar þekktu myndskreytingar í tíðasöngbók hertogans af Berry. „Því var lengi vel trúað“, segir útgefandi þeirra, „og margir eru ennþá sannfærðir um að þessar myndskreytingar frá 15. öld séu verk alvörugefinna munka eða frómra nunna er gengu til vinnu í friðsælum klaustrum sínum. Það er hugsanlegt í einhverjum tilvikum. Yfir heildina litið var þessu þó allt öðruvísi farið. Það voru veraldlegir menn, afburða handverksmenn, sem unnu þessi fallegu verk. Og líf þessara veraldlegu listamanna var langt frá því að vera mjög uppbyggilegt.“25 Við heyrum ítrekað af athöfnum sem við samfélagsaðstæður okkar tíma yrðu brennimerktar sem „glæpir“ og taldar fullkomlega „óæskilegar“. Málararnir saka hvor annan um þjófnað; síðan stingur annar þeirra, með liðsinni ættmenna sinna, hinn til bana á götu úti um hábjartan dag. Og hertoginn af Berry, sem þarf á morðingj- anum að halda, verður að biðja um sakaruppgjöf eða „lettre de rémission“ fyrir hann. Enn annar maður rænir átta ára stúlku til að giftast henni, auðvitað gegn vilja foreldra hennar. Sakaruppgjöfin sýnir okkur að slíkar „blóðugar erjur“ áttu sér stað út um allt og gátu oft staðið um árabil. Stundum leiddu þær til villtra bardaga á torgum eða úti á landi og skipti þá engu hvort um var að ræða riddara, kaupmenn eða handverksmenn. Líkt og í öllum öðrum löndum þar sem svipuð þjóðfélagsgerð er við lýði, sem er enn í dag raunin í Abyssiníu eða Afganistan svo dæmi sé tekið, hefur aðallinn með sér óaldarlýð sem svífst einskis. „... Hann er umkringdur þjónustufólki og vopnuðum mönnum allan liðlangan daginn til að leysa „deilumál“ sín ... Óbreyttir borgarar eða „roturiers“ geta ekki leyft sér þennan munað, en þeir eiga þó „ættingja og vini“ sem koma þeim til hjálp- ar, oft í stórum hópum, útbúnir alls konar hræðilegum vopnum sem stað- 24 Mathieu d’Escouchy, Chronique, ritstj. G. du Fresne de Beaucourt (Société de l’histoire de France), 1863–1864, 1. bindi, bls. iv–xxiii. Hér vitnað eftir Huizinga, sama rit, bls. 32. 25 P. Durrieu, Les très belles Heures de Notre Dame du Duc Jean de Berry, París, 1922, bls. 68. AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.