Skírnir - 01.01.1971, Síða 81
SKÍRNXR
SAGNAVAL JÓNS ÁRNASONAR
79
draugasögur, sögur um tilbera og önnur ráð til að draga að sér
fé og að lokum biður hann um sögur um óskastund, búrdrífu, fólgið
fé í jörðu, dalakúta, útisetur á krossgötum og vafurloga.1
Þegar Jón minnist á fornsögur í hugvekjunni, á hann í rauninni
við gamlar munnmælasögur, en ekki sögur af fornmönnum í okkar
skilningi.
I hugvekjunni frá 1858 sleppir Jón Arnason nokkrum flokkum
þjóðsagna. Ekki verður sannað að Jón hafi ætlað að sleppa sögum
af ófreskigáfum - en hafi svo verið, hefur hann breytt þeirri skoðun
sinni árið 1861, því að þá segir hann svo í hugvekju sinni, sem hann
birti aukna og endurbætta í Islendingi árið 1861: „Yfirnáttúrlegar
gáfur, skyggnleiki eða ofsjónir, ofheyrn, forspá, draumvitranir.“2
Hafi Jón verið á þeirri skoðun haustið 1858, að bezt væri að sleppa
sögum af ófreskigáfum - er sennilegasta skýringin sú, að honum
hafi ekki þótt þessar sögur nógu gamlar og þær hafi ekki gengið
nógu lengi í munnmælum. Langflestar sögur af skyggnleika og
draumum eru endurminningar, sem verða líklega heldur sjaldan
að arfsögnum, sé miðað við það, hve draumar eru algengt frásagnar-
efni. Þó má í þessu sambandi minna á arfsögnina um Starkað, sem
vitjaði stúlku sinnar í draumi3 og fleiri sögur, en annars skipa
draumar heldur lítið rúm í íslenzkum þjóðsögum, að öllum líkind-
um vegna þess hve einstaklingsbundnir þeir eru oftast nær. Undir-
staða þessara drauma er þó oft táknmál,4 og það gengur í erfðir,
þó að sögurnar, sem það er uppistaðan í, geri það ekki.
Enn má nefna það, að í hugvekjuna frá 1858 vantar kímnisögur,
en um þær ræðir Jón ýtarlega í hinni auknu gerð sinni af hug-
vekjunni. Vel má vera, að Jón hafi í fyrstu talið þær of persónulegar,
og verið getur, að honum hafi ekki þótt liggja á því að safna þeim
þá, enda komu þær ekki fyrr en í seinna bindi safnsins, sem kom
fyrir almenningssj ónir árið 1864.
I hugvekjunni frá 1858 er ævintýrum alveg sleppt, og er ekki auð-
séð, hvers vegna hann hefur gert það, því að í bréfi til Jóns Borg-
firðings 20. marz 1859 segir hann m. a., að hann verði að drífa upp
söguna af Vilfríði Völufegri,5 en það er ekki þjóðsaga heldur ævin-
týri og skyld sögunni af Mjallhvíti og dvergunum sjö. Úr þessu
hefur hann bætt í seinni gerð hugvekjunnar, því að þar segir hann:
„Æfintýri, eða sögur af kóngi og drottningu í ríki sínu og karli og