Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1971, Síða 81

Skírnir - 01.01.1971, Síða 81
SKÍRNXR SAGNAVAL JÓNS ÁRNASONAR 79 draugasögur, sögur um tilbera og önnur ráð til að draga að sér fé og að lokum biður hann um sögur um óskastund, búrdrífu, fólgið fé í jörðu, dalakúta, útisetur á krossgötum og vafurloga.1 Þegar Jón minnist á fornsögur í hugvekjunni, á hann í rauninni við gamlar munnmælasögur, en ekki sögur af fornmönnum í okkar skilningi. I hugvekjunni frá 1858 sleppir Jón Arnason nokkrum flokkum þjóðsagna. Ekki verður sannað að Jón hafi ætlað að sleppa sögum af ófreskigáfum - en hafi svo verið, hefur hann breytt þeirri skoðun sinni árið 1861, því að þá segir hann svo í hugvekju sinni, sem hann birti aukna og endurbætta í Islendingi árið 1861: „Yfirnáttúrlegar gáfur, skyggnleiki eða ofsjónir, ofheyrn, forspá, draumvitranir.“2 Hafi Jón verið á þeirri skoðun haustið 1858, að bezt væri að sleppa sögum af ófreskigáfum - er sennilegasta skýringin sú, að honum hafi ekki þótt þessar sögur nógu gamlar og þær hafi ekki gengið nógu lengi í munnmælum. Langflestar sögur af skyggnleika og draumum eru endurminningar, sem verða líklega heldur sjaldan að arfsögnum, sé miðað við það, hve draumar eru algengt frásagnar- efni. Þó má í þessu sambandi minna á arfsögnina um Starkað, sem vitjaði stúlku sinnar í draumi3 og fleiri sögur, en annars skipa draumar heldur lítið rúm í íslenzkum þjóðsögum, að öllum líkind- um vegna þess hve einstaklingsbundnir þeir eru oftast nær. Undir- staða þessara drauma er þó oft táknmál,4 og það gengur í erfðir, þó að sögurnar, sem það er uppistaðan í, geri það ekki. Enn má nefna það, að í hugvekjuna frá 1858 vantar kímnisögur, en um þær ræðir Jón ýtarlega í hinni auknu gerð sinni af hug- vekjunni. Vel má vera, að Jón hafi í fyrstu talið þær of persónulegar, og verið getur, að honum hafi ekki þótt liggja á því að safna þeim þá, enda komu þær ekki fyrr en í seinna bindi safnsins, sem kom fyrir almenningssj ónir árið 1864. I hugvekjunni frá 1858 er ævintýrum alveg sleppt, og er ekki auð- séð, hvers vegna hann hefur gert það, því að í bréfi til Jóns Borg- firðings 20. marz 1859 segir hann m. a., að hann verði að drífa upp söguna af Vilfríði Völufegri,5 en það er ekki þjóðsaga heldur ævin- týri og skyld sögunni af Mjallhvíti og dvergunum sjö. Úr þessu hefur hann bætt í seinni gerð hugvekjunnar, því að þar segir hann: „Æfintýri, eða sögur af kóngi og drottningu í ríki sínu og karli og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.