Skírnir - 01.09.1995, Page 12
282
ÞRÖSTUR HELGASON
SKÍRNIR
ing hafði leitt í ljós. Tungumálið varð með öðrum orðum gagn-
sætt, nánast ósýnilegt, enda skipti tilvera þess ekki máli. A þessu
tímaskeiði, sem Foucault kallar klassík, myndaðist því annars
konar samband á milli orða og hluta en á endurreisnartímanum.
Nú þurfti ekki að leita dulinnar líkingar þarna á milli heldur end-
urspegluðu orð og hlutir hvort annað tálmunarlaust.6 Tungumál-
ið laut sömu flokkunar- og skipulagsreglum og veruleikinn sjálf-
ur, reglum um samsemd og mismun. Af þessu leiddi að til varð
algerlega sjálfvirkt tákn- og flokkunarkerfi. I þessu kerfi var sjálf-
inu haldið í skefjum. Maðurinn gegndi því hlutverki að leiða í ljós
skipan hlutanna í heimi sem guð hafði skapað. Hann átti hvorki
hlut að því að skapa heiminn né því að ljá honum merkingu; hlut-
verk hans var einungis að búa til eins nákvæmt tungumál og
mögulegt var til að lýsa því sem fyrir augu bar. Maðurinn sjálfur
skipti engu máli og í vissum skilningi var hann ekki til. Hann var
með öðrum orðum sá sem mótaði tákn- og flokkunarkerfin en
sem sjálfsvitandi og skapandi sjálfsvera átti hann sjálfur engan
samastað í þeim.
Um aldamótin 1800 varð aftur breyting hér á. Hið klassíska
kerfi brenglaðist og menn tóku að skoða heiminn út frá öðrum
sjónarhornum, heimurinn öðlaðist nýjar víddir.7 Náttúran var
ekki lengur bara eitthvað sýnilegt heldur átti hún sér innri lífheild
sem menn tóku að rannsaka, til dæmis með krufningum. Sann-
leikurinn lá ekki aðeins á yfirborðinu heldur einnig undir því.
Sköpunarverkið var ekki kyrrstætt og eilíft heldur síbreytilegt og
forgengilegt, hver hlutur var háður framrás tímans, hver hlutur
átti sér sögu.8
6 Um klassíska hugsunarkerfið er einkum fjallað í köflum þrjú til sex í The
Order of Things (s. 46-216).
7 Þess ber að geta að hugtökin klassík og upplýsing, nútími og rómantík verða
notuð jöfnum höndum £ greininni. Merking þessara hugtaka er hins vegar ekki
sambærileg nema að takmörkuðu leyti; hugtökin klassík og nútími eru yfir-
gripsmeiri, þau ná til dæmis yfir lengra tímaskeið í hugsunarsögunni en hin
tvö.
8 Rofið á milli klassíkur og nútíma rekur Foucault aðallega til greinar þýska
heimspekingsins Immanuels Kant, „Svar við spurningunni: Hvað er upplýs-
ing?“, sem birtist árið 1784 í Berlinische Monatsschrift. Sjálfur skrifaði
Foucault eins konar svar við grein Kants sem birtist tvö hundruð árum seinna,