Skírnir - 01.09.1995, Qupperneq 14
284
ÞRÖSTUR HELGASON
SKlRNIR
verk Hómers og Dantes, en orðið bókmenntir er tiltölulega nýtt
af nálinni og virðist tilurð þess tengjast því að hugmyndir manna
um eðli og hlutverk skáldskapar breyttust. A tímaskeiði nútímans
hætti hann að vera fyrst og fremst þjónn ákveðinna hugmynda
(pólitískra, heimspekilegra, trúarlegra) og tók að hverfast um sig
sjálfan.10
Foucault segir að rekja megi hinar nýju bókmenntir til þeirra
gagngeru breytinga á eðli og hlutverki tungumálsins sem áttu sér
stað í nútímanum, þegar tungumálið tók að endurspegla og end-
urtaka sig sjálft í sífellu. Að hans mati eiga breytingarnar upptök
sín í því þegar franski herforinginn og rithöfundurinn Marquis de
Sade (1740-1814) lýsti yfir dauða guðs. Fram að því hafði tungu-
málið verið eins konar bergmál af orði guðs, heilagri ritningu.
Við fráfall guðs myndaðist hins vegar tómarúm eða þögn sem
umlukti tungumálið. Til að missa ekki mátt sinn að fullu og öllu
sneri það sér inn á við, segir Foucault, það tók að fjalla um sinn
eigin veruleika. Tungumálið kom þannig í vissum skilningi í stað
þagnarinnar sem leitt hafði af fráfalli guðs. Og á þessu tungumáli
byggðust bókmenntir nútímans.* 11
I hinum nýju bókmenntum sjáum við manninn reyna að átta
sig í guðlausum heimi sem tæmst hafði af merkingu. Bókmennt-
irnar einkennast því af merkingarleit mannsins og merkingar-
sköpun. I þeirri viðleitni sjáum við hann beina sjónum sínum inn
á við. Við sjáum hann gera sjálfan sig að miðju skáldskaparins,
miðju heimsins.12
10 The Order ofTbings, s. 299-300.
11 Sbr. Michel Foucault, „The Father’s “NO”“, Language, Counter-Memory,
Practice. Selected Essays and Interviews, ritstjóri Donald Bouchard (Cornell
University Press, Ithaca, New York 1977, s. 85-86; á frummálinu, „Le ’non’
du pére“, 1962). Sjá einnig í sama riti, „Language to Infinity“ (s. 53-67; á
frummálinu, „Le langage á l’infini", 1963).
12 í grein sinni, „Préface á la transgression“ (1963), segir Foucault að dauði guðs
hafi einnig gert kynlífið mikilvægara í vestrænni menningu um aldamótin
1800, og meðal annars ljáð því nýtt tungumál. Þetta tungumál kynlífsins hefur
þó ekki leitt okkur í allan sannleika um kynlífið, heldur þvert á móti rænt
kynlífið náttúrulegu eðli þess sem kom best fram í syndum spilltum heimi
kristninnar. Frá því á dögum Sades hefur kynlífið verið leyst upp í orðavaðal.
Þessari reynslu, sem áður átti sér engin takmörk, hefur nú verið sniðinn